…ég kom við hjá Íspan í Kópvogi, bæði til þess að gera innlit og eins þar sem ég er að leita að gleri í sturtuna okkar (og það þarf að sérsníða það). Ég tók alveg helling af myndum til þess að deila með ykkur og svo eru afsláttarkjör í boði fyrir ykkur lesendur mína, og það finnst mér nú alltaf gaman – þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Íspan…
…það er auðvitað alveg ótrúlega mikið úrval til – spegill er greinilega ekki bara spegill. Það má skera þá í öllum stærðum sem þér hentar, og það sem meira er – það má setja alls konar ljós – bæði í spegilinn og á bakvið/í kringum hann…
…og jú, það má sko velja hvaða liti þú vilt hafa á ljósunum – eða bara hafa breytilega ledborða…
…mér fannst þessi hérna lausn t.d. mjög stílhrein og flott…
…svo er það glerið í gluggana krakkar mínir! Það er sko meira en bara gler. Það er hægt að velja um ótal mismunandi týpur sem að hafa mismunandi eiginleika og finna þannig eitthvað sem að er sérsniðið að þér og þínum þörfum…
…hér sést t.d. mismunandi tegundir af sólvarnargleri, sem hvert um sig hefur sína eiginlega og hleypa inn mismikið af birtu og hita sólar. Sem er snilld ef þið búið svo vel að vera með stórar rúður og þar sem verður t.d. heitt inni á sumrin…
…og rétt eins og gler er ekki bara gler, þá er spegill ekki bara spegill. Það má velja um ótal mismunandi útfærslur og jafnvel eins og hér, gera bara listaverk úr þessu…
…þetta kemur alveg ótrúlega fallega út…
…eins finnst mér lausin að sker út falleg form sérlega skemmtileg, t.d. í barnaherbergið…
…það er líka hægt að fá alls konar sandblásið á glerið, mynstur og annað slíkt…
…svo er það litaða glerið sem er mikið notað á milli skápa í eldhúsinnréttingum, en er líka alveg snilldarlausn á baðherbergin – hægt að velja um alls konar liti…
…svala og stigahandrið…
…og virkilega fallegt að blanda svona saman málmi og við – gefur þessu svo mikinn hlýleika…
…gordjöss…
…það eru líka svo mikið fleiri möguleikar en maður gerir sér grein fyrir, t.d. er auðvelt að gera persónulegt – að nota teikningar og slíkt sem maður kemur með sjálfur, nú svo auðvitað klassíkin að setja nöfn heimilisfólks á rúðurnar…
…það eru líka ótrúlega margar lausnir í sturtuklefum, og hægt að sérsníða þá upp á cm inn í þitt rými…
…og ég varð að mynda þessa flottu glersköfu – sem er auðvitað möst í sturtuklefana…
…hér sést svo vel mismunandi glerið, litir og slíkt…
…klassíkin…
…hringspeglarnir eru auðvitað það vinsælasta í dag, og hér sést líka hvað þeir gera mikið fyrir stórann vegg….
…þegar þeim er blandað með fallegum ljósum og öðru slíku verður úr bara síbreytilegt listaverk – þessi spegill er svona dökkur á lit…
…annað listaverk úr mismunandi gleri…
…talandi um hversu breytileg og lifandi svona list er – þá fylgir ekki með slökkvitækið…
…þar sem Íspan er líka rótgróið fjölskyldufyrirtæki, þá er gaman að sjá retró-fílinginn á skrifstofunni…
…spegillinn er flottur á panilinum…
…þarna var líka verið að setja upp glerveggi með svörtum prófílum, hægt að hafa þá franska eða bara hvað hentar – en svo töff lausn…
…það er allt til þarna í speglamálum…
…það var líka ótrúlega flott að skoða þarna á bakvið…
…maður gerir sér bara ekki í hugarlund fyrr en svona vinnustaður er skoðaður hvað það er margt sem er að gerast á bakviðtjöldin…
…eins og t.d. sést hér á miðjumyndinni, skurðarborð sem er bara á stærð við fótboltavöll, ekki af stæðstu gerð, en mjög stórann 🙂
…og nú er svo skemmtilegt að geta sagt ykkur að Íspan ætlar að vera með afslátt fyrir ykkur núna í febrúar – þvílíka snilldin. Þannig að það er um að gera að hugsa fram í tímann, ef þið hafið verið á leiðinni í glerskipti í gluggum, vantar sturtuklefa eða bara fallegan spegil, og nýta sér nú frábær kjör! Það er enginn sérstakur kóði – þið bara biðjið um SkreytumHús-afsláttinn!
Íspan – afsláttarkjör: en um er að ræða 15% afslátt af tvöföldu gleri, ljósaspeglum og sturtugleri!
Tilboðið er útrunnið!
…mæli sérstaklega með að fara inn á heimasíðuna þeirra – smella hér fyrir heimasíðu Íspan – en þar eruð þið leidd algjörlega í gegnum ferlið. Alveg frá því að velja hvaða vöru þið eruð að spá í…
…og ef þið veljið t.d. spegil, þá er farið yfir hvernig á að mæla fyrir fyrir réttri stærð…
…og hvernig gler þið viljið hafa í speglinum…
…og öll önnur atriði sem skipta máli…
…auk þess sem það er farið yfir mælingar ef þið ætlið að skipta úr gleri – eitthvað sem maður miklar oft fyrir sér, en er svo ekki eins mikið mál og maður heldur…
…við skiptum t.d. út öllu gleri í húsinu núna í haust, og það er þvílíkur munur í stofunni eftir að við fengum okkur sólvarnargler (sjá hér) – en það var oft alveg ólíft þarna inni þarfar sólin skein…
…núna er ég farin að mæla fyrir sturtugler, spá í hvar ég komi fyrir frönskum glervegg og ca 3 flottum speglum, einhverjum með svona antík-looki – þetta tilboð nýtir sig ekki sjálft! Njótið dagsins ♥
Íspan – heimasíða
Íspan – Instagram
Íspan – Facebook
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!