…er innlit dagsins, og er salurinn sem varð fyrir valinu í leitinni miklu að sal fyrir ferminguna góðu!
Málið er að við fórum víða og höfðum vissar kröfur:
- Salurinn varð að rúma allt að 80 manns
- Við vildum geta komið með mat með okkur
- Auðvelt aðgengi, fyrir þá sem eiga ekki gott með stiga
- Fegurð – það var nú meira bónusósk – en mig langaði svo í fallegan sal
Við vorum búin að skoða fjöldan allan af sölum, veitingastaði og svo líka golfskála og bara nefnið þið. Það er nefnilega ekki hægðarleikur að finna stað sem að Soffia samþykkir sko – mig langaði nefnilega ekki að vera að reyna að fela verðlaunabikara eða eitthvað slíkt sem mér þótti ekki vera sérlega fallegt.
Svo var það svo heppilegt að ég sá hann Heru vinkonu mína auglýsa nýjasta verkefnið sitt á Facebook – sem er sem sé HÁS sköpunarsetur. Ég var búin að fylgjast með henni í framkvæmdum á salnum og allt í einu small allt saman.
Það sem mér þótti meðal annars ótvíræður kostur við þennan stað, er sú staðreynd að það þarf svo lítið að gera fyrir hann til þess að skreyta eða slíkt. Rýmin eru öll falleg, og þau eru persónuleg, og þess vegna finnst mér ekki vera sama þörfin á að finna eitthvað til þess að redda málunum – til þess að reyna að gera fallegt – hér er bara allt fallegt!
….HÁS er staðsett í Síðumúla, en það var brugðið á það snildarráð að filma alla gluggana svona fallega – þannig að þetta er bara algjörlega útaf fyrir sig…
…en þetta er sem sé inngangurinn – þar sem gengið er inn úr Síðumúlanum. Strax taka á móti manni þessir líka huggulega húsbóndastólar sem alveg hreint biðja um að það sé setið í þeim og slúðrað…
…svo er það fyrri setustofan, en það er líka nóg pláss alls staðar til þess að skella aukastólum og bæta þannig fleiri rössum inn í rýmið…
…það er líka fatahengi, þar sem hægt er að hengja af sér – eins og stendur svo skemmtilega innan í því – snilld…
…síðan er þessi breiði gangur sem liggur inn í innri rýmin – en þar sem þið sjáið fótboltaspilið – þar ætlum við að setja matarborðið, þannig að það sé auðvelt að gengi að því alls staðar frá. Gráu klefarnir eru síðan hljóðeinangraðir og er því snilld fyrir háværa gesti – neiiii ég bara segi svona…
…sjáið bara fyrir ykkur matarborð og myndirnar farnar af veggjunum tímabundið…
…síðan er það innri setustofan, og ég er að fíla það svo vel að þetta séu svona nokkur rými sem er notalegt að vera í – því að mér finnst svona veislur hvort eð er alltaf skiptast niður í ættir og bara fínt að það séu þægileg aðstaða á nokkrum stöðum…
…síðan við hlið þessarar setustofu er salurinn þar sem risastórt borð er í…
…en eins og þið sjáið þá rúmast þarna auðveldlega 12 manns við borðið – auk þess sem þarna er sófasett og nóg pláss til þess að bæta við borði eða mörgum litlum borðum…
…og alls staðar er þess gætt að eitthvað fallegt sé fyrir augað…
…sem er bara geggjað…
…og eins og áður sagði – svo persónulegt og bara virkilega kózý…
…það er síðan lítið eldhús sem hefur upp á allt að bjóða – nema ofn til þess að hita upp, en það væri einfalt að leiga slíkt t.d. hjá Byko…
…kann svo vel að meta hvað öllu er haganlega komið fyrir á flottan hátt…
…hér stendur maður svo í eldhúsinu, við salinn með stóra borðinu og horfir í átt að hurðinni…
…ég sé það bara fyrir mér að vera með eitthvað af lifandi blómum, kerti og kannski blöðrur – en meira finnst mér ekki þurfa til þess að skreyta þegar rýmið er nú þegar svona fallegt!
….fyrir þá sem vilja skoða þennan fallega sal nánar, þá er HÁS sköpunarsetur með heimasíðu sem er frábær, flottar myndir, hægt að skoða 3D myndir af svæðinu og labba um allt, sem er snilld!
Smella hér til þess að skoða heimasíðuna: HÁS sköpunarsetur
Smella hér fyrir HÁS sköpunarsetur á Facebook
Svo er HÁS líka á Salir.is – smella hér til þess að skoða!
Ég er að verða spennt fyrir þessu öllu og hlakka til þess að sýna ykkur þegar allt verður komið á sinn stað fyrir veisluna! ♥♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.
vá það er eins og þú hafir hannað og innréttað þessa aðstöðu 🙂 skil alveg að þú hafir fallið …þetta er algjörlega æðislegt <3
Vá, þetta er alveg truflað, þetta á eftir að verða æðislegt.