…um daginn setti ég inn nýjað lið hérna á blogginu sem heitir Mæli með – þið getið smellt hér til þess að skoða. En sá póstur var einmitt um Arnt-kertin dásamlegu sem sjást á myndinni hér að neðan…
Eins og áður hefur komið fram þá er ég í samstarfi við Rúmfatalagerinn en eins og alltaf þá eru vörurnar sem ég sýni eitthvað sem ég vel sjálf.
…en kertin verða líka mikið fallegri þegar þau standa á þessum geggjuðu gulllaufum…
…og póstur dagsins eru einmitt þessi hérna lauf sem ég hef svo mikið dálæti á – Hilbert lauf, hitaplattar frá Rúmfó. En ég elska alveg hreint svona nytjahluti sem eru samt svona fallegir. Þannig að það er engin þörf að fela ofan í skúffu – þetta á mikið meira heima þar sem hægt er að stilla því upp…
…eins og t.d. hérna þá skellti ég þeim bara upp á skúfur á vegg, og þá eru hitaplattarnir góðu orðnir að veggskrauti…
…sko bara hvað þetta er fínt, og þið sjáið hvernig skrúfan gæist þarna út á milli…
…auðvelt að kippa niður ef þú vilt nota þá…
…og svo þar sem er uppháhalds hjá mér, en það er að stilla þeim upp í eldhúsinu – enda notaðir mesta þar…
…mér finnst þeir einmitt svo fallegir svona fyrir framan trébretti til þess að gefa þeim smá svona bling-fíling með…
…sjáið bara hvað þetta er fínt að sjá…
…svo skellti ég einum bara í hilluna hjá olíunum…
…það er hægt að koma þeim fyrir á ýmsum stöðum…
…en framan við trébrettið er minn uppáhalds staður!
Hilbert lauf, hitaplattar frá Rúmfó
Vona að þið eigið notalega helgi ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.