…eins og þið vitið kannski velflestar þá er ég alltaf með kertaljós hérna heima. Ég bara elska að hafa kveikt á kertum og þessa yndislegu stemmingu sem þau kalla fram…
…ég hef sagt ykkur áður frá Arnt-ledkertunum frá Rúmfó en ég er búin að vera með þau núna í rúma fjóra mánuði og ég er alveg að elska þau!
Eins og áður hefur komið fram þá er ég í samstarfi við Rúmfatalagerinn en eins og alltaf þá eru vörurnar sem ég sýni eitthvað sem ég vel sjálf.
…þetta eru sem áður sagði LED-kerti, og snilldin við þau er að ef þú kveikir á þeim kl 18 að kvöldi þá loga þau í um 6 klst og slökkva svo á sér sjálf. Síðan kveiknar á þeim aftur á sama tíma næsta dag, og þann næsta og þann – þið skiljið hvert ég er að fara 🙂
…ég er að finna að þau eru að koma í stað kerta inni í stofu, þannig að spurningin er að fjárfesta í fleiri svona gripum á næstunni…
…þau eru líka svo raunverulega, en loginn flöktir til og er svo fallegur…
…þau virka aðeins gulari á myndunum en þau eru í raun – þannig að þessi mynd sýnir þau vel. Fallega grár hólkurinn utan um…
…þannig að þetta er fyrsti pósturinn í nýjum lið sem ég ætla að reyna að koma á legg – sem er eins og sést vel, hlutir sem ég mæli með!
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.
Er með svona kerti og elska þau. Finnst reyndar of lítið að þau logi í 6 tíma. Vil hafa þau kveikt þegar ég kem heim kl 16 en þá slokknar kl 22 þannig að ég læt þau bara loga alltaf, sem hefur reyndar komið sér vel þegar rafmagnið dettur út 😘👌
Alltaf gaman að lesa póstinn þinn. ❤️
Elska mín svona, ætla að kaupa fleiri 😍
Sammála nota mikið svona kerti,líka þessi litlu(sprittkerti)…vandamálið e.t.v rafhlöðurnar…..sem vega þó upp á móti örygginu( engin hætta á íkveikju) og náttúrlega sóti…..Verður gaman að fylgjast með nýju “Meðmælainnnlegginu”..hlakka til.