Innlit í TJ Maxx/Marshalls/Homegoods…

…frá Boston ferðinni góðu í byrjun desember. Ég held að þið viljið alveg fá að sjá svoleiðis þó að jólin séu tæknilega meira en gengin í garð, þá er nú alltaf gaman að skoða.
TJ Maxx, Marshalls og Homegoods eru í flestum borgum í USA, stóra verslanir sem eru með alls konar vörur og oftast nær á flottu verði…

…byrjum í TJ Maxx – mikið af fallegri trévöru, sjáið t.d þarna kökukeflin…

…og alls konar diskar á nokkrum hæðum, oftast hægt að skrúfa þá í sundur og því auðvelt að flytja heim aftur…

…endalaust af Rae Dunn-vöru, sem mér þykir almennt mjög skemmtileg…

…þessi fannst mér t.d. svo sæt að hún fékk að koma með heim…

…úrvalið af öllu er alltaf svo yfirgengilegt – ef þig langar að breyta um korktöflu – þá bara hægt að velja um 20-30mismunandi týpur í hverri búð…

…og fallegar körfur við hvaða tækifæri sem er…

…geggjaðir stafir til þess að stilla upp í hillum eða á veggjum…

…og þessi hérna fannst mér æðislegur, sé smá eftir að kippa honum ekki með heim – hurðakrans…

…meira af Rae Dunn…

…geggjaðar kertaluktir…

…og svo sætar jólasleikjur…

…og jú, vaninn er að koma út með í það minnsta einn poka!

…kíkjum svo í Marshalls, sem er svipuð uppsett. Sem sagt heilmikið af alls konar! Ég var ansi skotin í þessum jólakúlum…

…alls staðar er Rae Dunn, og mig minnir að þessi diskur hafi verið á um 10$. Ég er stundum með hljóðum að þurfa að skilja eftir…

…geggjað trédót…

…mikið af skemmtilegum jólafígúrum…

…og púðarnir!!!! Það er svo mikið af fallegum púðum í þessum púðum – að það var sko ekki auðvelt að skilja eftir…

…þessar týpur heilluðu, og ég var að reyna að velja á milli…

…þessi voru risastór, alveg 60-70cm á hæð – geggjuð fyrir utan hús…

…þetta sýnir vel úrvalið – það er hellingur til í þessum púðum – alveg hreint hrúga…

…geggjaðar vírkörfur í búrið…

…svo að lokum Homegoods….

….ferlega sæt þessi snjókallakrukka…

…svo fallegt og stílhreint stell…

…nei sko, Rae Dunn…

….HOHOHO skálin var skemmtileg, alltaf gaman að einhverjum sem ganga á íslensku líka…

…amerísku kransarnir eru engu líkir….

…silfur Hnotubrjótarnir fannst mér flottir…

…fleiri körfur…

…ég var sko komin með þessar í körfuna mína, en skildi svo eftir – sé eftir því í dag – auðvitað…

…mikil sannleikur í þessu glasi…

….úff hvað er svona ykkar uppáhalds?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *