…alltaf elsku desember! En nú er hann mættur, og svei mér þá bara heil vika liðin nú þegar. Ljósin eru komin upp á þakskyggnið, og ég setti nokkur tré fyrir utan húsið…

…já ég sagði nokkur tré, það er nefnilega þannig þegar maður er svona jólaskrautshoarder, að maður á lager af hinu og þessu á háaloftinu…

…en eins og alltaf á þessum árstíma, þá finnst mér ekki nóg að skreyta bara með ljósum og trjám, ég vil alltaf fá lifandi kertaljós líka – sérstaklega á hátíðisdögunum! Ég var því meira en til í að sýna ykkur aftur uppáhalds útikertin mín – en ég hef nú sýnt ykkur þau áður – hér og hér!
Ég hef undanfarin ár unnið með Heildversluninni Lindsay og held því áfram, og eru þessi fallegu útikerti frá þeim sem ég sýni ykkur í dag. En þau fást Krónunni, Nettó og í Fjarðakaup. Þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Lindsay.

…mér finnst mesta snilldin að þau eru svo stór, að maður fær sér bara kerti í byrjun mánaðar og þau duga meira en vel út mánuðinn…

…og svo eru þau bara svo dásamlega falleg…

…og einmitt það sem þurfti til þess að fá hátíðlegri stemmingu fyrir utan hús…

…ekki sammála?

…ég hef samt haft þann háttinn á, að ég tek kertin inn á milli þess sem ég nota þau – til að koma í veg fyrir að vatn fái að frjósa í kringum kveikinn…

…en mér finnst svona stór útikerti gera svo mikið fyrir stemminguna úti fyrir – held líka að þau komi ferlega fallega út í luktum, það er næsta prufa…

…þó mér þætti reyndar yndislegt að sjá þau bara á trjábolum…

…ég átti líka litla trjáplatta sem ég setti bara undir þau fyrir utan hús, en það er svo sem ekkert sem stoppa mann í að setja þau bara beint á stéttina…

…svo varð þetta náttúrulega svo fullkomið svona í jólasnjónum…

…og endilega takið eftir áhorfandanum í glugganum, á næstum öllum myndunum…

….það var svo yndislega stillt veðrið þennan dag og kertin fengu að njóta sín svo vel, auk þess sem snjórinn sat kyrr á greinunum…

…fullkominn vetrardagur í desember…

…þó að Mola finnist eitthvað rangt við að fá ekki að vera með í myndatöku…

…hversu dásamlega fallegt og friðsælt…

…kertaljósið er dásemd…

….þessi kerti fást eins og áður sagði í Nettó, Krónunni og í Fjarðarkaupum – alveg geggjuð!

…ég vona að þið eigið góða helgi, og munið að stoppa við og njóta!
Það skiptir öllu máli ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Væri til í tvö dökk kerti
mjög flott þessi kerti
Þau eru æði þessi kerti. Mér finst svörtu kertum rosalega flott.
Kveðja
Stína
Sennilega mundi ég enda á svörtum
finnst þau æði
Ég myndi velja ljóst og dökkt. Mjög fallegt. Gleðilega hátíð
Dökk fyrir mig og Úlhfildur Sigurðardóttir
Rustik og hvítt
Eitt dökkt og eitt ljóst væri mér að skapi
Mundi velja ljóst og dökkt.
Mundi vilja gefa Siggu minni svona falleg kerti
Ég væri mikið til í þessi frábærlega fallegu svörtu kerti

Gleðileg jól
Myndi vilja í dökku og þetta myndi henta dóttur minni sem var að flytja í sína fyrstu íbúð í gær 20.12
Vá hvað kertin eru falleg og gefa hlýja birtu, væri fallegt að slá ljósin af þeim í sveitinni
Er ekki fallegt að vera með báða litina. Rósa vinkona fengi líka.
Takk fyrir
Ég vel rustik og ljóst
Gleðilega hátíð og takk fyrir allt það fallega sem þú miðlar til okkar 
Ég væri mikið til í ljóst og dökkt
Æðisleg kerti
Held að ég myndi velja tvö ljós kerti fyrir mig.

Gleðileg jól
Brúnt og ljóst takk og gleðileg jól
Mér finnst dökku kertin æði
Svörtu eru æði finnst mér
Brúnt og ljóst
Báðir litirnir og Guðbjörg vinkona fengi lika
Eitt ljóst og eitt dökkt. Elskuleg systir mín fengi líka að njóta. Gleðileg jól

Bæði betra
væri alveg til í eintak af hvoru!
Ég væri til í dökk finnst þau æði
Æðisleg kerti! Væri til í dökkt og ljóst
Elska þessi kerti!
Ég væri sko til í svörtu kertin og Snæbjörn maðurinn minn myndi njóta þeirra með mér !
Takk!
Væri til í að eiga eitt dökkt og eitt ljóst
Takk kærlega og gleðilega hátíð til ykkar 
Væri til í dökkt og ljóst
Gleðilega hátíð til ykkar 
Brún og ljóst finnst mér vera flott samsettning

Væri til í eitt ljóst og eitt dökkt takk fyrir
Væri til í báða litina fyrir mig og dóttir mína Guðrúnu Jensdóttir
Hæ já takk væri alveg til í báða litina líka fyrir mömmu mína @arndís Jósefsdóttir
Væri til í 2 svört
svart og hvítt fyrir mig og Elínu Ósk Gunnarsdóttir
Svôrt og aftur svôrt… svo fallegt hjá þér


Æðisleg kerti
Og mjög flottar myndir hjá þér. Ég mundi vilja dökkt svona út í brúnt, eins og er á myndunum þínum
Gleðilega hátíð 
Væri til í 2 dökk, fyrir mig og vinkonu mína hana Olgu Alla, takk fyrir
Ég væri til í dökk kerti, og myndi deila með tengdadóttirinni♥️