…játum syndir! Hér er hann, draslaraskápurinn minn í eldhúsinu. Þar sem hitt og þetta lendir og dagar uppi. Skápurinn sem ég hef aldrei náð almennilega sáttum við. Glerhillurnar leiðist mér og einhvern veginn, þá bara höfum við ekki náð saman – skápurinn og ég…
…þannig að ég ákvað að sækja bara marmarafilmu sem ég átti úti í skúr, og búin að eiga lengi, og gera greinlega bráðabirgðareddingu – þangað til að varanleg lausn finnst.
…hver hilla var filmuð, að ofan og neðan…
…og svo – það sem er skemmtilegast, að raða.
Ákvað að einfalda til muna allt í skápinn, að nota hvítt og blanda með timbri..
…þið sjáið að hann er mun betri svona blessaður…
…eiginlega er ég bara orðin svoldið skotin, ég held að við séum í það minnsta að tala saman núna…
…þykir svo fallegt að sjá hvítt leirtau með tréverkinu…
…hvernig finnst ykkur svona smábreytingar sem kosta mann ekki krónu?
Ekki bara huggó? Það gerir líka bara svo ótrúlega mikið að stokka svona aðeins upp í hillum og skápum, endurhugsa hlutina aðeins.
Oft erum við með hlutina á sama stað, ár eftir ár, og þegar upp er staðið þá eru þeir kannski ekki endilega að virka neitt sérstaklega vel fyrir okkur – þá er bara að hugsa þetta upp á nýtt, endurbæta smávegis ♥♥♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.
Fallegt 🙂 Það er nauðsynlegt að hreinsa út úr skápum og endurraða öðru hverju 🙂
Fallegt, langar svo að vita hvaðan mynstraði trébakkin er 🙂
Hann fékkst í Rúmfó endur fyrir löngu.
Mjög fallegt en hvaðan eru klukkurnar?
Krukkurnar átti þetta að vera😂😂
Þær eru sennilega um 10 ára gamlar og frá Rúmfó!