Innlit í Rúmfó…

…ég var aðeins að “jólast” niðri í Rúmfó á Smáratorgi. Setti upp jólatré og nokkrar skreytingar og fannst bara kjörið að deila með ykkur nokkrum myndum. Svona af því að það er föstudagur…

Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

…ég byrjaði á að endurtaka gamalt og gott DIY, og klæddi jólatréskörfu í nýtt dress…

…þetta er mjög einfalt, tók bara einn efnisstranga og klauf hann í tvennt. Notaði síðan sikkersnælur og þunnan vír til þess að festa efnið utan um. Auðvelt að taka af aftur og breyta til ef vill. Til þess að skoða gamla póstinn – smellið hér

…en þetta kemur mjög fallega út og auðvelt að gera í hvaða litasamsetningu sem er, þannig að þú getur haft þetta þannig að það smellpassi inn hjá þér…

…og þið getið auðvitað kíkt á þetti niðri á Smáratorgi…

…og annað einfalt DIY sem er gaman að leika sér með…

…ljósakrans og nokkrar gervigreinar, mættu líka vera alvöru greinar ef það hentar betur…

…ég ákvað bara að dekka ca 1/3 af kransinum, en þetta er mjög auðveld leið til þess að ná smá jólagrænum lit inn með…

…svo kemur þetta allt svona saman, smá bleikt þema í gangi…

…og upplagt að taka þemað í pökkunum líka…

…það er alltaf hægt að skreyta inn í luktum, t.d. hér með jólakúlum…

…aðventukertastjaki með LED-kertum…

…og það má alltaf setja aðventustafina á þau líka…

…mér fannst þessi bara fyndinn…

…krullubandaskreytingar…

…afskaplega einföld aðventuskreyting – litlir vasar með smá snjó og gerðir að kertastjökum…

…og þessar einföldu bakkaskreytingar…

…ég var búin að sýna ykkur þennan hér – smella

…sést nokkuð að ég elska hvítan lit um jólin…

…skreyta í kassa er góð skemmtun…

…en af þessum aðventuskreytingum…

…þá fannst mér þessi koma sérstaklega vel út…

…þessir litlu kransar – þeir eru svo fallegir…

…hér er líka dæmigerður gervigrenikrans, en ég stakk nokkrum svona “fínni” greinum með, sem gerir heilmikið fyrir kransinn…

…þess ber að geta að það er Svartur föstudagur í Rúmfó eins og á vel flestum stöðum, og því hægt að gera góð kaup á jóladóti og öðru slíku – ef þið eigið eftir að redda einhverju fyrir kransinn 🙂

Eigið yndislegan dag!

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

1 comment for “Innlit í Rúmfó…

  1. 30.11.2019 at 08:18

    Karfan súperkrútt og það sem led kransinn verður flottur með greninu, vá!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *