…eru allsráðandi hérna heima! Ég sé það alltaf betur og betur að ég er ekki á leiðinni að breyta neitt út frá vananum, því að mér finnst bara langsamlegast fallegast að vera með skrautið í hvítu, ásamt smá grenigrænum lit og brúnu (greinar og könglar)…
…svo nota ég yfirleitt þá hluti sem að ég á fyrir, eins og t.d. gömlu ritvélina…
…og með smáhlutum set ég stemminguna, hér er t.d. bara útprentaður texti, stjarna og smá gervigreni…
…ég breytti í fyrsta sinn yfir sófanum og setti gluggana í staðinn fyrir myndina hans pabba, bara svona rétt yfir jólin, og mér þykir þetta alveg afskaplega fallegt, þó ég segi sjálf frá…
…svo pantaði ég mér líka nýju bókina hennar Liz Marie hjá Cozy White Cottage og hún bara smellpassaði svona inn í litaþeman á heimilinu…
…ekki halda samt að ég velji bækurnar eftir útiliti, það er nú alls ekki málið sko. Heldur bara svona líka hentug tilviljun…
…björnin stendur vaktina, og hús sést í baksýn – umkringt trjám…
…og talandi um tré – þá fær þetta heiðurssess í stofunni, og er upplýst af vetrarsól…
…örlítið af gervigreni í vasa á eldhúsborðinu…
…og ég er enn svakalega skotin í þessum kertastjökum – er hrifin af þessum einfaldleika…
…en ég setti reyndar límband utan um botninn og gerði hann þannig svartann – sjá hér…
…örlítill hringur um stofuna, svona rétt áður en hún fyllist af jólatré og öllu sem því fylgir ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!