…er komin í hjónaherbergið. Örfáir einfaldir hlutir sem eru samt að gleðja mig svo…
…fyrstan ber að nefna kransinn. Hann er gamall, minnir úr Blómaval, og ég var einhver tímann með hann á ganginum. En núna fær hann að hanga inni í herbergi, og ég er að elska að sjá svona grenið, gervi í þessu tilfelli, þarna inni…
…í miðjuna setti ég bjöllu sem ég er búin að eiga nokkuð lengi en hún er frá BarrLiving.is…
…mér finnst hún svo flott því að hún er svona ótrúlega vintage útlítandi, er alveg að kunna að meta þetta…
…einfaldleiki á náttborðinu. Maríustyttan sem stendur vanalega inni í “arninum” færist upp á borð (annars skyggja jólasokkar á hana) og eitt jólatré fær að stnada þarna líka…
…tréð er úr gleri og fæst í Húsgagnahöllinni…
…öll trén eru reyndar frá Húsgagnahöllinni, en þessi dökku eru frá því í fyrra og ljósari eru ný. Ég hélt að ég myndi ekki vilja bæta neinu við, því ég var svo ánægð með dökku í fyrra. En þegar ég prufaði að raða þeim saman, þá varð ég bara ennþá ánægðari…
…finnst þetta koma ferlega fallega út að sjá þetta svona gaman, bling og gróft í bland…
…minni trén eru reyndar kerti, gaman að segja frá því…
…sem sé: stytta, kerti, stytta…
…og jólasokkarnir mínir, sem við hjónin þrömmuðum um alla Lundúnir til þess að finna aftur í fyrra…
…annað helst svona óbreytt að mestu. Rúmteppið er gamalt/nýtt. Var búin að eiga það frekar lengi en notaði það ekki strax. Síðan prufaði ég að setja það á og ELSKA það! Það fékkst í Rúmfó, einu sinni en ekki meir, en það sem er “best” er að ég fann loksins réttu stærðina á rúmteppi á rúm eins og okkar. Þetta er 260×290 og það er í fyrsta sinn sem rúmteppi passar rétt á rúmið, niður fyrir dýnu alls staðar. Elska það!
…spurning hvort að ég þurfi ekki bara að fá mér jólaslopp 🙂 haha
…njótið dagsins! ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Hvernig festir þú upp jólasokkana? Er að leita að “stocking holders” en finn hvergi
Ég hef keypt sokkahaldara erlendis, en þessir eru reyndar festir bara með teiknibólum!
Má ég spyrja hvaðan speglarnir og ljósin eru fyrir ofan náttborðin? 🙂
Speglarnir eru frá Húsgagnahöllinni, annað ljósið er líka þaðan og hitt frá Rúmfó – getur skoðað allt um málið hér: http://www.skreytumhus.is/?p=52926
Hvaðan er flotti rúmgaflinn 😊
Hvaðan er stóri koddinn á hjónarúminu ????
Hann er frá Húsgagnahöllinni!