Huggulegt um jólin…

…er ný bæklingur sem var að koma út frá Rúmfó. Svo gaman að sjá svona fallegan bækling með innblástursmyndum. Ég tók líka saman uppáhalds seríurnar mínar, og aðra ljósgjafa og skellti því með. Athugið að allt sem er feitletrað eru beinir hlekkir!

Til þess að skoða bæklinginn nánar – smellið!

Ég er í samvinnu við Rúmfatalagerinn en vörurnar eru valdar af mér, og unnið eftir mínum hugmyndum.

…þessar glerkúlur eru alveg ferlega fallegar, þær eru með batterýsljósum og því kjörnar í glugga – smella hér

…einfaldir ljóskransar sem væri hægt að skreyta á mismunandi vegu, nú bara njóta þess að hafa þá eins og þeir eru – smella hér

…eins og þið vitið þá elska ég nota svona gervigærur hér og þar, og þær gera svo mikinn svona vetrarkózý fíling – smella hér

…þessar kúlur eru æðislegar, ég notaði þær á Akureyri og þær heilluðu mig alveg…

Hornsten brúnar kúlur – smella
Karneol grænar kúlur – smella

Nord ljósstrýturnar komu líka mjög vel út, en ég skellti þeim ofan á standblómapotta…

…en þær eru með innbyggðum ljósum, sem sé batterýsseríu…

…líka til í gylltu…

…ég sagði ykkur líka frá nýju uppáhaldsseríunum mínum í vikunni, en þessar eru LED en samt með fallegri hlýrri birtu, og ég get loks hætt að reyna að finna þessar “gömlu góðu” sem kláruðust alltaf í hvelli…

…sama má segja um litlu batterýs led seríuna, þessi er með timer og hún er alveg rétti liturinn – það gleður mig!

…og talandi um ljós sem eru að gleðja, þá eru þessi hérna Arnt led-kerti alveg að skora fullt stig húsa hjá mér. Þau eru líka á timer og ég er alsæl með þau – ótrúlega lík alvöru kertum…

…og svo var það pósturinn í gær, hér sjáið þið það sem ég notaði í honum og hér eru beinir hlekkir:
Tigerlilja 5m efni
Tröll löber 3m
Glitter bakki
Kungsmynta diskamotta

…svo að lokum þá varð ég að hafa þessa mynd, því mér þykir það svo endalaust fallegt að vera með svona litla kransa í gluggum!
Vona að þið hafið haft gaman af svona smávegis sunnudagspósti – eigið yndislegan dag

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

3 comments for “Huggulegt um jólin…

  1. Ingveldur Hjálmarsdóttir
    24.11.2019 at 21:06

    Sæl Soffía 😍 flottur póstur hjá þér eins og allt sem þú gerir .Langar svo að vita hvort Rúmfatalagerinn sé að selja stólinn sem er á mynd þrjú hja þér með gæru í😀😀 kv Inga Lilja

    • Soffia - Skreytum Hús...
      25.11.2019 at 01:30

      Takk fyrir Inga Lilja, heyrðu já þessi stóll fékkst í Rúmfó og seinasta sumar og kemur vonandi aftur næsta vor!

      kv.Soffia

  2. Sigurrós Guðmundsdóttir
    25.11.2019 at 13:26

    Sæl Soffía. Mér finnst svo frábært hvað þú gerir allt fallegt.
    Er möguleiki að þú hjálpir mér aðeins með lítið rými sem ég næ ekki að höndla. Er tibúin að versla eitthvað sem myndi vanta,og svo auðvitað fyrir þína vinnu.
    Kær kv. Sigurrós

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *