…þar sem við erum nú bara rétta viku frá fyrsta í aðventu, þá finnst mér ekki úr vegi að sýna ykkur smá svona jóla/aðventu/hátíðarborð. Það er líka alltaf gaman að leggja fallega á borð og þá verður bara svo mikil stemming sem fylgir því að sitja til borðs þar sem er búið að skapa jafnvel bara heilt jólaævintýri.
Ég hef undanfarin ár unnið með Heildversluninni Lindsay og held því áfram, og þessar fallegu servéttur og kerti frá þeim sem ég sýni ykkur í dag fást einmitt í Samkaupum, Nettó og svo í Fjarðakaup. Þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Lindsay.
…þó að það viti það velflestir sem bloggið lesa að ég er oftast fjarri rauðu gamni, þó að jólin séu í nánd, þá varð ég að sýna ykkur þessar Gleðileg jól-servéttur. Þær eru svo flottar og skemmtilegt að hafa íslenskan texta á þeim…
…með þeim er svo kjörið að vera með rauðu kertin og þá ertu komin með ekta jólastemmingu fyrir þá sem elska rauð jól…
…svo varð ég líka að deila þessum hérna sprittkertum með ykkur, en þau eru í glæru, umbúðum sem eru alveg endurunnar…
Ég rakst á svo fína umfjöllun um þau inni á Svanurinn – Norræna umhverfismerkið:
Kerti og kósýheit, fátt er notalegra í skammdeginu! 🍂
Af hverju velja Svansmerkt kerti?🕯
👉 Þau eru úr 100% náttúrulegu vaxi
👉 >90% af hráefni kertisins er endurnýjanlegt
👉 0% paraffín (sem er jarðefnaolía = gróðurhúsaáhrif við bruna)
👉 Umbúðirnar uppfylla strangar umhverfiskröfur
👉 Loginn er stærri
👉 Þau brenna betur og sóta minna!
✅Betra fyrir lungun þín
✅Betra fyrir málninguna á veggjunum
✅Betra fyrir umhverfið!
…þannig að þau eru ekki bara góð fyrir samviskuna – heldur eru þau líka svo mikið fallegri í marga kertastjaka, eins og t.d. hérna þar sem sést í kertið – þá er mikið fallegra að horfa á hvítt vaxið frekar en álboxið utan um…
…fyrir krakkana eru svo þessar hérna, ekta gammel jólasveinki…
…myndi segja að hann sé alveg fullkominn með jólakökunni…
…og af því að ég veit að svo margir vilja þetta hefðbundna, þá voru líka fallegar servéttur með jólarósum og greni, bæði kaffi- og matarservéttur…
…dásamlegar hvítar með svo fallega upphleypt mynstur í kringum myndina, og smá glitur í stjörnunni á toppinum…
…sjálf færi ég í þessa átt ef ég ætlaði að fara eitthvað í rauða litinn…
…svo voru þessir hérna líka til, sérlega sætir – og eiginlega svona ekta leynivinagjöf í vinnunni eða eitthvað slíkt…
…en eins og ég sýndi ykkur stuttlega í gær, þá voru það hreindýraservétturnar sem voru að heilla mig mest – og ég gerði bara heilt borð í kringum þær…
…en þær eru svo fallega gráar, en í nokkrum gráum tónum, með hvítu og svo brúngylltu hreindýrinu.
Þannig að ég fór beint í gráan grunnlit. En ég átti efnisstranga frá Rúmfó frá því fyrir nokkrum árum, og notaði hann sem grunn. Í miðjuna setti ég síðan fallegan gráan renning með smá svona glitr stjörnum…
…og mér finnst þetta koma mjög fallega út saman – gullið gefur svo mikla hlýju með gráa litinum…
…undirdiskurinn er reyndar líka til í silfri, en ég var meira hrifin af að nota gyllta með – og tengja hann svo með því að vera með gull á glösunum, gull hnífapör, og gulltré…
…servétturnar eru síðan líka til sem kaffiservéttur, og ég fékk mér þessa stjörnubakka (þeir eru kallaðir bakkar) en ég ætla að nota þá sem forréttadiska á jólum, og þá er sniðugt að nota litlu servétturnar með forréttinum bara. Bakkarnir voru keyptir í outlet-i A4 á netinu…
…en ég vona að þetta veiti ykkur smá innblástur…
…en hér voru það litirnir sem réðu för, og svo fannst mér kjörið að setja með hvítar hreindýrastyttur sem ég átti fyrir…
…þannig að það er alltaf eitthvað sem gefur innblástur – það er bara spurning um hvað er að heilla þig…
…og svo muna bara að hafa gaman að – það skiptir öllu!
…svo finnst mér líka rétt að minnast á að fallegustu útikertin eru komin aftur í sölu…
…ég vil svo endilega hvetja ykkur til þess að taka þátt í smá leik inni á Facebook – þar sem þú og vinur/vinkona getið unnið smá jólapakka með kertum, servéttum og útikerti. Þá er bara spurning, hvaða servéttutýpa er þín uppáhalds?
1. Rauð Gleðileg jól
2. Hressi jólasveinninn
3. Jólarósir
4. Hvítar með rauðum berjum
5. Hreindýr
Annars segi ég bara eigið yndislega helgi, svona þar til ég heyri í ykkur næst ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Þessar hvítu með rauðu berjunum eru alveg dásamlegar
Hressi jolasveinninn er lika virkilega fallegur,
Kertin í glæru umgjörðinni ætla ég að kaupa strax…ekki spurning !
Takk kæra Soffía …
Hvítar með rauðum berjum og svo hreindýra myndu smellpassa okkur systrum 🙂
Já takk …þessar hvítu no 4,þær kolfelldu mig,…þessi póstur með morgunkaffinu kemur huganum á flug og gerir daginn spennandi.Eigðu daginn sem bestan.kv Birgitta.
Hæ 🙂 Hvar fást svansmerktu sprittkertin?
Í Samkaupum, Nettó og svo í Fjarðakaup.