…á morgun á milli kl 13-15 þá verð ég stödd í Byko Breiddinni að gera skreytingar, og bara almennt til skrafs og ráðagerða! Ég hlakka mikið til, það er komið svo mikið af greni og öðru slíku sem gaman er að skreyta með – þannig að mér fannst bara kjörið að skella smávegis á ljósakrónuna okkar.
En svona var ljósið okkar fyrir (en við keyptum það einmitt í Byko í vor)…
…og eftir að skella smá thuju og furugreinum þá var hún komin í jólaham…
…ásamt því að ég setti litlar skrautkúlur í hana og nýjar skrautperur, sem gjörbreyttu alveg útlitinu…
…sjáið þær betur hérna…
…en það er skemmtilegt hvað það er hægt að breyta miklu með því einu að breyta um útlitið á perunum…
…auk þess fann ég svo fallegar gervigreinar í Byko líka…
…og notaði þær sem undirstöðuna í borðskreytingu, sem þið fáið að sjá á morgun…
…þetta verður nú ansi jóló!
Sjáumst á morgun í Byko!
** LAUGARDAGUR Í BYKO BREIDD **
Soffía hjá Skreytum Hús verður hjá okkur í BYKO Breidd á laugardaginn 23. nóvember kl. 13-15. Hún sýnir einfaldar skreytingar, gefur ráðleggingar og spjallar við viðskiptavini.
Í tilefni dagsins verður 25% afsláttur af skreytingar- og innpökkunarefni og kertum. Minnum einnig á Ljósahátíð þar sem allar seríur og jólaljós eru á 25% afslætti ásamt fleiri flottum vörum.
Boðið verður upp á ristaðar möndlur, nýbakaðar vöfflur og kaffi frá Kaffitár kl. 13-16.
Kíktu á www.byko.is/ljosahatid
Smellið hér til þess að skoða fyrri Byko-pósta!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!