…á lífsleiðinni þá hittum við nokkra einstaklinga sem hafa meiri áhrif á okkur en aðrir. Ég var svo lánsöm að einn slíkur varð á vegi mínum fyrir 20 árum og var kennarinn minn í Garðyrkjuskólanum, á blómaskreytingabrautinni. En það er hann Guðmundur Þorvarðarson, blómaskreytir.
Hann Guðmundur var nefnilega einn besti kennari sem ég hef haft, beinskeyttur og ákveðinn, óhræddur við að rýna til gagns – en það var aldrei brotið niður, heldur alltaf byggt upp. Þannig að eftir stóð aldrei nemandi sem fannst hann gera vitlaust, heldur nemandi sem var búið að hrósa fyrir allt sem hann geri rétt og svo búið að benda á hvað mætti betur fara. Hann var sá sem sagði mér að það væri ævintýri í hinum og þessum skreytingum sem ég gerði. Þannig að hann fyllti mig sjálfstrausti í mínu fagi. Var ég búin að segja hvað ég var ánægð með hann 🙂
Þar að auki var það hann sem sagði við mig að ég mætti ekki vera í öllum pilsunum mínum í einu, sem var líka eitthvað sem ég þurfti svo að heyra – ég lærði að staldra við, taka tvo skref til baka og horfa á verkið og jafnvel taka 1-2 pils í burtu! Á myndinni sjáið þið “litlu” Soffiu sitja við hlið Guðmundar og tíkarinnar Mörtu, sem sótti skólann með okkur…
Ef við færum okkur svo til dagsins í dag, þá voru Guðmundur og Villi maðurinn hans að opna alveg dásamlega litla blómabúð á Barónstíg 27, sem ber nafnið Barónessan…
…en Barónessan er svo sannarlega velkomin í miðbæinn að mínu mati, þar sem að blómabúðum fækkar svo mikið um þessar mundir og er farið að sárvanta slíkar þar sem svona snilldar fagfólk er að störfum…
Af heimasíðu Barónessunnar:
Blómabúðin Barónessan leggur metnað sinn í að bjóða fjölbreytt úrval fallegra blóma og listilegra blómaskreitinga sem hæfa öllum tækifærum lífsins.
Guðmundur A. Þorvarðarson á og rekur Blómabúðina Barónessan. Hann lauk þriggja ára námi í blómaskreytingum frá Iðnskólanum í Oslo 1985. Hann átti og rak Rådhusblomst í miðborg Oslóar í 13 ár. Árið 1994 flutti hann heim og stofnaði Ráðhúsblóm í Bankastræti sem hann rak til 2002 þegar hann flutti til Suður Afríku þar sem hann bjó og starfaði í 10 ár. Undanfarið hefur hann starfað sjálfstætt í blómaverkefnum þar til Barónessan opnaði 2019.
…búðin er lítil en falleg og einstaklega heimilisleg…
…og hann Guðmundur er einstakur í sínu fagi, en þeir sem heimsóttu Ráðhúsblómið á sínum tíma muna eflaust allir eftir því hversu falleg búðin var og skreytingarnar sem frá henni komu…
…hugað að hverju smáatriði…
…þarna má finna afskorin blóm, sem og pottablóm og einstakar gjafavörur…
…og eins og áður sagði og umfram allt, fallegt handverk og skreytingar – smella hér til þess að skoða myndir…
…ég get ekki beðið eftir að kíkja í heimsókn og sýna ykkur búðina í jólaskrúða…
…en mæli þar til með að þið gerið ykkur ferð til þess að skoða þessa nýju perlu í miðbænum…
…sem búið er að leggja svona mikla alúð í og hugað að hverju smáatriði.
Til að skoða heimasíðu Barónessunnar – smella hér
Barónessan á Facebook – smella hér
…til hamingju með fallegu Barónessuna ykkar elsku Guðmundur og Villi – megi hún vaxa og dafna! ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.