Aðventu DIY…

…svona rétt til þess að hita upp SkreytumHús-jólakvöldið í Rúmfó á Akureyri, þá ákvað ég að gera örlitla skreytingu fyrir ykkur! Svo auðvelt fyrir hvern sem er að gera sína útgáfu af þessu en allt efnið fæst í Rúmfó.

Hér er mjög fallegur, einfaldur kertastjaki. Það hefur áður verið til svipaður en þessi er með gylltum kertastæðum sem gerir hann mjög hátíðlegan…

…það væri meira segja hægt að hafa hann bara svona ef vill…

…en ég elska snjó og greinar og smá glimmer helst, og ákvað að nota þessar hér með…

…ég einfaldlega lagði þær hvor ofan á aðra og festi saman með smá vír, og lagaði síðan til greinarnar þannig að þær lögðust fallega á stjakann…

…einfalt og fallegt, ekki satt?

…glyttir í gyllt í gegnum grænt – lofit…

…til þess að gera þetta að meiri aðventuskreytingu, þá ákvað ég að nota litlu tölustafa hjörtun með…

…en festi þau reyndar á stjakann en ekki á kertin…

…sko bara…

…svo fallegur einfaldleiki sem fylgir þessu – og já, allt á þessari mynd er víst frá Rúmfó. Sumt gamalt en allt þaðan…

…ég er sko alveg að fíla þetta vel…

…þetta er eiginlega allt sem þarf, kertaljós og smá greni og jólastemmingin er komin…

…ég vonast síðan til þess að sjá sem flesta annað kvöld í Rúmfó á Akureyri. En verslunin opnar kl 20 og er opið til kl 22. Það verður frábær afsláttur, sérstök SH-tilboð og ég verð búin að skreyta eins mikið og ég kemst yfir og hlakka mikið til þess að hitta ykkur og spjalla  ♥♥♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.

1 comment for “Aðventu DIY…

  1. Margrét Helga
    13.11.2019 at 07:57

    Einfalt en samt svo fallegt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *