…en Hearth and Hand er línan sem Chip og Joanna Gaines eru með í Target í USA. Ég hef mikið dálæti á henni og á þó nokkuð úr þeirri línu. Margt í miklu uppáhaldi. Þetta er svona ódýrari útgáfa en í Magnolia-búðinni þeirra, þar eru flestir hlutirnir töluvert dýrari.
Smella hér til þess að skoða heimasíðu Target!
Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum úr jólalínunni þeirra í ár, til innblásturs og yndisauka fyrir ykkur sem hafið gaman að, eða eruð kannski á leiðinni í Targetið góða…
…dásamlega fallegt, hlýlegt en samt stílhreint…
…litlu jólatrén eru sérlega falleg…
…aftur þessi einfaldleiki sem er svo fallegur…
…jólatrén eru í raun meira evrópsk en amerísk að sjá…
… á hverju ári kemur jólaskraut með ártalinu, og ég er farin að safna því…
…hér 2017 bjallan mín…
…elska jólasokkana frá þeim…
…og fallegir þessir sem eru svona eins og prjónaðir…
…ótrúlega fallegt að skreyta svona með litlum pökkum…
…einfaldleikinn…
…þarna sést svona prjónaður sokkur enn betur…
…flott þessi hérna mynd fannst mér…
…hér er mín mynd síðan 2017 – smella…
…24 litlar bjöllur sem þú hengir t.d. á jólatréð, ein á dag…
…skreyta kökudiska, það kann ég að meta…
…endalaust fallegt! Ég hlakka til að fara í Targetið ♥
…All photos and copyright via Target/Hearth and Hand by Magnolia.
Já nú þarf kona að fara að gera eitthv í alvöru,finnst að jólin séu bara rétt handan hornsins.Takk fyrir yndis fagran og uppörvandi póst… njóttu dagsins og takk fyrir þessi fallegu pósta sem þú ert svo iðin að birta okkur.