…eða sko í vikunni setti ég upp smá svona jólastofu í Rúmfó á Bíldshöfða. Svona rétt til þess að koma þessu í gírinn fyrir jólin…
…sófinn sem hér er í grunninn er Velby svefnsófi. En samt mjög fallegur að mér finnst, smá svona detailar í bakpúðunum og mér líkar það…
…Trappedal hillan er líka nýleg, og það er svo gaman að stilla upp í svona hillur sem standast ekki á. Bíður upp á svo mikla möguleika…
…á borðinu er ofur einfaldur kertastjaki, og bara gervilengja vafin utan um fótinn. Einföld leið til þess að vera með aðventuskreytingu…
…litla Idunn jólatréð er líka í uppáhaldi hjá mér, það er svo dásamlega gamaldags og yndislegt…
…og mér finnst svo fallegt að hafa Udsbjerg hægindastólinn svona með í dökkgrænu velúri, það er svo fallegt að blanda svona litum með gráa sófanum…
…ofur einfaldur krans, smá svona DIY, en þetta er bara Kvitekoll ljósakrans (stór) og tvær grenilengjur vafðar með. Tekur enga stund og mjög fallegt að mér finnst…
Svo væri hægt að hengja alls konar skraut inn í ef vill, stjörnur eða hvað sem er…
…svo til þess að harmónera við græna stólinn þá er Padborg kollurinn hérna með, en mér finnst það alltaf snilld að vera með kolla eða skammel sem “borð” við sófann. Borðið sjálft er líka mjög fallegt og heitir Gadevang…
Á kollinum er bara hægt að vera með bakka og annað slíkt til þess að geta lagt frá sér, en annars er hægt að vera með lappirnar þægilega upp á…
…hér sést líka að ég blandaði smá bleiku með græna litinum, og svo gæru á sófann, og gærukollurinn. Dökki viðurinn og bastið, mismunandi áferðir – þetta spilar allt saman til þess að gera kózý stemmingu…
- Gadevang sófaborð
- Padborg kollur
- Udsbjerg hægindastóll
- Velby svefnsófi
- Trappedal hilla
- Kugleask olive púði
- Stjerne púðar
- Banksia stór gólfpúði
- Dunhammer púði
- Hamar gylltur bakki
- Vassgro motta
- Valentin gærukollur
- Taks gæra
…séð yfir allt svæðið ofanfrá…
…og aftur, mismunandi áferðir og efni…
…vona að þið eigið yndislega helgi – njótið þess að vera til ♥ ♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!