…er loks komið að SkreytumHús-jólakvöldinu í Rúmfó. Eins og venjulega tók ég vörur með mér heim og stillti þeim upp hérna, til þess að gefa ykkur smá forsmekk af því sem þið komið til með að sjá annað kvöld.
Smellið hér til þess að skrá ykkur á viðburðinn á Facebook!
En eins og áður sagði þá er þetta annað kvöld – 24.október frá kl.20-22 í Rúmfatalagernum á Smáratorgi. Búðinni hans Ívars “míns!
Vindum okkur í jólin!
…grænt og hvít kerti, gler, ljósaseríur og hreindýr. Hvað get ég beðið um meira?
…já auðvitað, stjörnur líka…
…hversu fallegir og fínlegir eru þessir hérna á jólatréð….
…grænt, glimmer, snjór, og könglar – ég er sátt kona!
…allir elska að skreyta arinhillur, og hér eru tré – sem ég er svo skotin í, stór jólatrés-kertastjaki og svo auðvitað sería og smá greni…
…og það má ekki gleyma smáfuglunum…
…en það er alltaf eitthvað sem er uppáhalds, og þessar hérna eru í topp þremur. Geggjaðar svona rustic luktir og ég elska að setja svo svona hvít stílhrein kerti og tré með. Skemmtilegar andstæður…
…ákvað að setja líka smá jóló á borðið, aftur í svona rustic jólafíling – eins og ég elska mest…
…gróft og bling í bland, grænt og brúnt á móti hreinum hvítum lit…
…og hvítu fallegu kertin með…
…finnst þessi löber svo fallegur með…
…svaka snjókoma hjá þessum bíl í skóginum….
…en hér er held ég bara mitt uppáhalds! Þetta tré hérna, mér finnst það svo dásamlega fallegt…
…notaði síðan glerboxið fallega með…
…en meira um tréð – ég ákvað nefnilega að hengja stjörnur á það…
…svona litlar grófar tréstjörnur…
…mér finnst það bara æði!
…og þetta er bara smávegis, eruð þið að detta í jólagírinn við þetta? ♥
Hlakka mikið til þess að sjá ykkur vonandi sem flest á morgun – það verða geggjuð tilboð á vörum sem ég valdi sjálf, sitthvað sem ég hef mikið notað og sýnt ykkur og vona að þið verðið jafn spenntar og ég! Svo verður auðvitað afsláttur af öllu og bara gleði og gaman…. ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Glæsilegt ❤️