…um daginn bauðst mér að vera í samstarfi með Húsgagnahöllinni og sýna ykkur glænýjar, alveg ótrúlega fallegar mottur sem þeir eru með núna. Þar sem ég var búin að vera að leita mér að mottu, og þessar voru alveg hreint í mínum stil – þá þótti mér þetta tilvalið!
Motturnar heita Nirmal og eru handofnar í Indlandi, úr 100% bómul og til í mörgum dásamlegum litasamsetningum. Afsláttarkóðinn SkreytumHus gefur ykkur svo 20% afslátt af þeim, hvort sem þið farið í verslanirnar eða á heimasíðuna á netinu. Þetta tilboð verður í gangi næstu tvær vikurnar..
…ég fór í höllina og skoðaði úrvalið, og það eru alls konar fallegir litir og mynstur, og ég lenti í raun í smá bobba við að reyna að ákveða mig…
…en að lokum voru það tvær sem fengu að fara með heim, til mátunnar og almennra pælinga…
…önnur var strax að heilla mig aaaaaaaðeins meira, en ég vildi samt sjá þetta betur…
…og Moli líka, hann var alls ekkert ákveðinn…
…og mér fannst líka nauðsynlegt að sjá þetta við settið…
…sem sé ekki bara að máta þetta við Molann…
…við vorum með mottu úr Rúmfó, sem mér þykir svo falleg – að ég notaði hana þrátt fyrir að hún væri of lítil fyrir rýmið…
…eins og þið sjáið hérna, þá er þetta ágætis viðmið. Passa að framlappirnar á sófunum, stólunum, nái í það minnsta inn á mottuna…
…og í raun má segja að þegar mottan er of lítil fyrir rýmið, þá virkar það líka minna. Þannig að stærri mottan lætur plássið virka stærra…
…byrjum á að prufa þessa, mér finnst hún æðisleg. Fíla vel svarta og hvíta litinn…
…mynstrið er líka sérlega fallegt…
…Molinn var líka sáttur…
…mjög sáttur meira segja…
…en það sem mér þótti “vandamálið” var að mér fannst hún of “bussí” fyrir plássið. Sérstaklega þar sem ég er með mikið af hlutum þarna inni, þá fannst mér það verða að vera meiri ró í mottunni sjálfri…
..alveg berrrassað pláss og mottulaust…
…og þarna erum við að tala saman…
…þessi var mikið rólegri og bara hreinlega átti betur við mig á allan máta – þrátt fyrir að mér þætti hin reyndar ótrúlega falleg líka…
…þessi er svona gráyrjótt með smá svörtu í grunninn…
…í raun mjög svona hefðbundin en samt með “módern” twisti…
…ekki satt Moli minn?
…þarna kom hún – róin! Þið sjáið líka að rýmið virkar bara mikið stærra núna…
…ekki sammála?
…ef þið viljið skoða Nirmal motturnar á heimasíðunni hjá Húsgagnahöllinni þá smellið þið hérna!
…mottan mín er 200×300 og það er stærð sem gengur mjög vel ef þið eruð t.d. með tvo sófa sem eru 200cm að stærð…
…mig langar síðan að þakka Húsgagnahöllinni fyrir afsláttarkóðann því að mér þykir mjög skemmtilegt að geta boðið ykkur að njóta góðs af, sérstaklega þegar vörurnar eru svona fallegar!
Njótið dagsins! ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥
Fallegar mottur og vel varlið hjá þér , en hvaðan eru stofuborðin þín ?
Mjög fallegar mottur en ég er með sömu spurningu hvaðan eru stofuborðin þín 🙂
Sælar – stærra borðið er frá Rúmfó og heitir Halskov:
https://www.rumfatalagerinn.is/stok-vara/HALSKOV-sofabord-65×100-cm-brunt-svart/?CategoryId=edafcf7d-4bcf-11e9-80e9-005056bc4a5e
Speglaborðin eru síðan einfalt DIY úr borðum og speglum, líka frá Rúmfó:
http://www.skreytumhus.is/?p=56577
Sæl. Hvaðan er þessi sófi?
Þetta er Stocksund-sófi frá Ikea.