Haustkózý…

…það er nú bara þannig að það er lyktin af vetrinum í loftinu, það fer ekkert á milli mála. Þið sjáið bara hvernig hann Moli þefar hana uppi…

…ég ákvað að gera smá haustkózý hérna fyrir utan, í samstarfi við Byko, og það var nú ekki erfitt verkefni. Ég var náttúrulega með pottana með erikunum og sýprusinum fyrir. En luktirnar mínar voru allar orðnar ansi lúnar. Í gær kom út nýtt október-blað frá Byko – smella hér – og ég sá svo fallegar og stílhreinar svartar luktir (smella hér) að ég varð bara að kíkja aðeins á þær…

…ég fékk mér þrjár stærðir, allar nema minnstu. Þetta eru luktir sem ég sé líka vel fyrir mér að skreyta fyrir jólin, húrra!

…ég er líka svo hrifin af dökkgráu kertunum, finnst þau svo falleg inni í luktunum…

…svo er það þessi hérna arinn. Ég er búin að vera að horfa á hann síðan í vor og láta mig dreyma um hann….

…hann er frekar hár, ca 150cm og það fylgir grind þannig að það er hægt að grilla í honum. En í þetta sinn…

…þá notaði ég bara viðarkubba frá Byko…

…og skellti þeim bara inn í ásamt erikum sem voru farnar að þorna…

….nota líka viðardrumbana til þess að stilla upp í kringum luktirnar….

…og aftur, þetta er líka fallegt að nota yfir jólatímann…

…verð líka að segja að ég hlakka til að nota þennan arinn í jólaskreytingar 😉

…þessi lukt fékk líka að koma með heim, en hún er ekta svona vintage útlits. Með ljósaperu og maður setur bara batterý í hana. Sé líka fyrir mér að hún væri sérlega falleg á leiði…

…er þetta ekki bara að koma fallega út?

…hentugt að hafa hann Mola svona í haustlitunum…

…síðan verður kertaljósið alltaf fallegra þegar að fer að húma meira…

…ljósin sem eru svo falleg með haustlitina í bakgrunni…

…kózý hauststemming…

…ég varð auðvitað kveikja á kertum inni við líka…

…þessi hringur er einmitt frá Byko líka…

…ætli þetta dugi til?

…eða bara eitt enn…

…meira myrkur…

…meiri stemming…

…Molinn að bíða eftir mér…

…og svo sirgraði húmið dagsljósið…

…vona að þið eigið yndislegan dag ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Haustkózý…

  1. Alma Sigrún Sigurgeirsdóttir
    06.10.2019 at 08:19

    Huggulegt, vantar bara kósíteppi. 🙂 Hvar getur maður keypt hugguleg gerviblóm fyrir vasa?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *