Innlit í Dorma…

…og í þetta sinn er ég á Smáratorginu. En ég datt þarna inn í vikunni og ákvað bara að mynda þar sem mér þótti ansi margt fallegt bera fyrir augu…

…af einhverri ástæðu þá er ég að sjá svo mikið af fallegu hringsófaborðum þessa dagana. Svo rak ég líka augun í vegglampann…

…þetta borð fannst mér td æðislegt…

…þetta veggfóður/mynd sem er í bakgrunni er alveg hreint geggjuð…

…annað flott hringborð…

…og allt hér sem mér líkar, en skemillinn, sem er reyndar bara hálfur í mynd vakti athygli mína…

…ferlega flottar vegghillur, gætu verið í stofu, eldhús eða bara í barnaherberginu…

…geggjaðir rustic stigar, flottir fyrir teppið eða handklæðin, og svo þessir risa draumafangarar…

…svo fallegur borðlampi, og kertahringurinn – það væri nú hægt að leika sér með að skreyta hann…

…fleiri falleg hringborð, þið sjáið þemað! Svo er litapallettan á púðunum í sófanum á bakvið svo falleg…

…fallegur gafl, og svo er æðislegt að fá svona rúmbotninn í stíl – þannig að ekki þurfi að spá í að vera með lak á botninum. Spegillinn er líka fallegur…

…þessar hillur eru æðislegar þar sem ekki er mikið pláss en manni langar samt að stilla upp fallegum munum. Gætu líka verið settar upp í svefnherbergi og rúmteppið hengt á…

…þessi motta er hreint æðisleg…

…fallegt að safna saman ólíkum kertastjökum á bakka og skapar svo kózý stemmingu á dimmum haustkvöldum…

…og já – þvílíkt úrval af kertastjökum…

…nóg af púðum og skrautmunum…

…meiri hringborð, og þessar luktir eru líka æææði…

…ef maður hefur pláss, þá er þessi stigi td. æðislegur í hjónaherbergið fyrir rúmteppið – hann er alveg sérlega flottur…

…gordjöss sófasett, fínlegt og tekur ekki of mikið pláss…

…alltaf svo falleg að stilla upp svona nokkrum vösum, sér í lagi ef þeir eru með svona mismunandi áferðum og stíl…

…fallegir blómastandar og speglahillur til þess að hengja á veggi…

…fullt af fallegu kertahringjunum, eins og ég var með í gluggunum í fyrra um jólin…

…alltaf gaman að skoða inni í Dorma! Fallegar vörur og stilltar upp þannig að þær veita innblástur og maður sér þær fyrir sér heima!
Njótið helgarinnar 

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

2 comments for “Innlit í Dorma…

  1. Ásta Sigurðardóttir
    12.01.2021 at 14:49

    Sæl, takk fyrir fallegar myndir og kynningar, datt í hug þar sem ég var að skoða myndir úr verslunum frá þér, hjá mér brotnaði glerkúpull, hvar undir ég hef haft smíðisgrip úr silfri, Er hugsanlegt að þú vitir hvarar ég get fundið svoleiðis, virðist ekki vera í tísku lengur. Finn það ekki með leit. takk og góðar kveðjur

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.01.2021 at 01:03

      Sæl Ásta,

      glerkúplar fást ansi víða, ma í Fakó, Ikea og örugglega í Boho úti á Granda. Prufaðu bara að setja glerkúpul í leitina á google og það kemur hellingur upp, fer bara eftir hvaða stærð þú leitar að:
      https://www.google.com/search?q=glerk%C3%BApull&oq=glerk%C3%BApull&aqs=chrome..69i57.2078j1j7&sourceid=chrome&ie=UTF-8

      kv.Soffia

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *