….eins og þið munið kannski eftir, þá kom út Hólf & Gólf bæklingur frá Byko núna í byrjun mánaðar…
…og í honum var kynntur 100.000kr leikur hjá Byko sem er enn í gangi á Instagram. Þannig að ég mæli með að lesa yfir reglurnar og drífa sig í að setja inn mynd/ir.
Leiðbeiningar fyrir leikinn:
Taktu mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar, hvort sem um ræðir baðherbergi, stofu, eldhús eða annað. Settu myndina á Instagram og merktu #bykoheimili19 og þú ert komin/n í pottinn!
Föstudaginn 27. september verður heppinn vinningshafi tilkynntur.
Að auki verða valdir tveir aukavinningshafar sem fá 35.000 kr. inneign í Hólf og Gólf.
Athugið að það er samt mikilvægt að ef þú ert með lokað instagram, þá þarftu að opna það á meðan á leiknum stendur, til þess að myndin sjáist.
…og dembum okkur svo í innlit hjá Byko í Breiddinni og skoðum það sem fyrir augu bar. Hurðar, þessar fannst mér fallegar. Svolítið svona nútíma útfærsla á fulningahurð…
…mikið úrval af alls konar hurðahúnum…
…en þessir hérna voru sérstaklega að heilla mig í þetta sinn…
…það er líka gott úrval af alls konar hurðum sem hægt er að skoða uppsettar…
….ég er líka mjög hrifin af því hvernig þeir setja upp parketið, mjög þægilegt að skoða það, vel upplýst og stórir fletir – allt góðir kostir…
…þarna eru gólf- og loftalista í svörtu og hvítu, auk þess að vera viðarlitir – snilld…
…meira af fallegu gólfefni…
…þiljur sem gætu verið í loft eða á veggi, nettur svona shiplap-fílingur…
…svo eru margar virkilega fallegar eldhúsinnréttingar…
…stílhreinar og með sniðugum lausnum…
…skemmtilegar hillurnar framan á eyjunni hérna…
…ég var ekkert smá hrifin af skápahurðunum, ferlega flottar…
…og eins var mikið af glottum lausnum fyrir skápana, útdraganlegir speglar, slár til þess að toga niður, skóhillur og bara hellingur af sneddí útfærslum…
…subway flísar, alls konar litir og stærðir og grófleiki…
…og já – bara best að segja frá því að það er nóg úrval af borðplötum 🙂
…og þessi hérna innrétting, gordjöss…
…þessi innrétting, þetta er ekki eitthvað sem ég er venjulega að falla fyrir – en þetta eru viðarskúffur og ég var bara stöðugt að spá í hvað þetta yrði flott í búr, auðvelt aðgengi og stílhreint…
…geggjaður hringspegill með ljósi – like…
…dásamlegar marmaraflísar, og þessi handklæðaofn er æææði…
…já takk, bara mjög huggó bað…
…var líka hrifin af hvað það var hægt að finna mismunandi týpur af baðinnréttingum…
…þessar flísar við þetta gráa eldhús eru uppáhalds….
…og uppsetningin er bara smart…
…og eins að sjá borðplötuna flæða niður eyjuna og niður á gólf….
…risavaxnar sturtur í gull og kopartónum….
…og einnig blöndunartæki…
…ég þori eiginlega að lofa að þarna séu ljós fyrir alla stíla…
…þessi töff, koma með svona loftafestingu – hring – þar sem ljósin þrjú koma niður úr…
…svart og gull og smart…
…ljósið mitt ♥
…töff og retró…
…já sæll, þvílíka drottningin!
…þessir fannst mér líka stílhreinir og flottir…
…svo skemmtileg svona ljós sem gefa flotta skugga, næstum eins og veggfóður þegar ljósið er kveikt…
…luktar í öllum stærðum – stílhreinar og töff…
…mér finnst þessar gínur æðislegar í fallegu bláu velúri – svo töff að vera með hálsfestar á þessu…
…geggjaðir velúrbekkir – svo töff. Fallega grænn og gammelbleikur, mjög mildur litur…
…hey klukkuborð, ég elska svoleiðis svo mikið að ég bjó mér svoleiðis til – sjá hér, smella…
…vona að þið hafið haft gaman að! Ég fékk mér líka dásemdar haustgreinar og meððí sem ég ætla að deila með ykkur, en það verður víst í næsta pósti!
Njótið helgarinnar, og munið eftir að deila myndinni ykkar inni á Instagram: #bykoheimili19 ♥
ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt!