…í Víkurhvarfi var sóttur heim núna í vikunni, en þessi kona – henni finnst gaman að gramsa og fara í fjarsjóðleit. Eins vil ég benda á það að allir ágóðinn frá Nytjamarkaði ABC rennur til ABC Barnahjálpar, þannig að þið eruð að styðja við góðan málstað…
…þessir hérna herramenn tóku á móti mér við innganginn, fremur myndarlegir og þyrftu bara smá ást og umhyggju…
…gamlar saumavélar eru svipað og gamlar ritvélar, dásamlega fallegar í hillu…
…þessi hér – ég er enn að reyna að gera upp huga minn hvort að þetta gæti orðið að ferlega skemmtilegu jólatré eða ekki…
…nóg af glösum – þannig að skál í boðinu…
…svo fallegar ljónaskálar, og passa við svo margt – þið vitið svona undir gulu baunirnar…
…litlar könnur eru t.d. dásamlegar fyrir smá blómavendi…
…allt fullt af grátandi barnamyndum…
…þessi var mjög fallegur, með fínlegu blómamynsti á fæti og kostaði bara 500kr…
…flottur þessi, og yrði t.d. dásemd ef hann yrði spreyjaður í fallegum lit…
…fallegur rustic barstóll…
…þessi var svona Bessastaðastóll…
…alls konar gagnlegt lesefni sem eldist vel…
…á meðan annað er ekki aaaaalveg að gera sig enn í dag…
…þessar fannst mér dásamlega fagrar…
…þessar hér voru líka til…
…en ég notaði svona einmitt hérna í hillunum…
…nokkrar alveg eldgamlar plötur…
…svo er alltaf hægt að finna fallega diska til þess að gera gúbbur á veggi – svo skemmtilegt…
…ég vil líka endilega nota tækifærið til þess að hvetja ykkur til þess að skoða í Nytjamörkuðum, skoða í geymslunni, eða bara fara og hjálpa ömmu eða gamalli frænku að taka til – og jafnvel fá að þiggja frá þeim eitthvað til þess að skreyta heimilið með. Það eru margir sem tala um að vilja frekar fáa og vandaða hluti, og það er allt gott og blessað, en oftast nær er fólk þá að meina fáa og dýra hluti. En það er samt bara staðreynd að kertið þitt lýsir alveg jafn fallega í stjakanum sem kostaði bara nokkra 100 kalla eins og í þeim sem kostaði marga 1000 kalla. Blómin eru jafn fögur hvort sem vasinn var keyptur í hönnunarverslun, eða bara er gömul kanna. Verum vakandi við að nota, nýta og svo njóta, og það þarf ekki alltaf að kosta allan heiminn!
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥