Myndirnar hans pabba…

…um daginn var ég að sýna ykkur á snappinu að ég kíkti á vinnustofuna hans pabba. En hann var að velja saman myndir til þess að setja á litla sýningu sem hann er með um þessar mundir í Garðabæ (hér er facebook-síðan hans).

11-2012-07-27-211747

Það voru svo margar sem sendu mér fyrirspurnir að mér fannst bara möst að setja þetta hérna inn líka – en hann pabbi, Garðar Jökulsson, er með sýningu í Bókasafni Garðabæjar

…myndirnar sem hann er að sýna núna eru gerðar á þessu ári, og seinasta ári. En hann pabbi minn er 84 ára á þessu ári og er enn að sinna þessari ástríðu sinni – sem er eitthvað sem ég dáist að…

…sjálf er ég með myndir frá pabba heima, eins og þessa hérna sem er alveg hreint akkerið í stofunni okkar. Myndin sem við fengum í brúðkaupsgjöf fyrir 14 árum…

…önnur minni sem er á ganginum, sem ég fékk bara núna á þessu ári…

…og enn önnur stór sem er líka á ganginum okkar…

…og inni hjá dömunni okkar er hestamynd, auðvitað…

…en yfir á sýninguna. En hún er í Bókasafni Garðabæjar og er opin þegar að safnið er opið. Þessi mynd er ný og mér finnst hún alveg ferlega flott…

…og myndin sem sést þarna lengst til hægri, hún er sennilegast uppáhaldið mitt núna! Mæli með að kíkja við á sýninguna hans pabba – en ég vil taka það fram að þetta er ekki kostaður póstur 🙂 haha!

Hvet ykkur líka til þess að kíkja á þennan póst – en hann segir svo margt sem ég vill segja um hann pabba minn!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Myndirnar hans pabba…

  1. sigriður thorhallsdóttir
    17.09.2019 at 22:51

    Alveg svakalega flottar myndir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *