…eeeeeendur fyrir löngu var ég að gera barnaherbergi fyrir yndislega vinkonu mína. Þið getið skoðað það nánar hér!
Ég var síðan að fara yfir myndir og sá að ég var aldrei búin að deila með ykkur myndunum af skápnum sem við gerðum inn í herbergið, sem sé af ferlinu sjálfu.
Við vorum sem sé að leita að hillum inn í herbergið, til þess að stilla upp dótinu og punta með, en þurftum líka skápa til þess að geyma hitt og þetta.
Við vorum ekki búin að sjá neitt sem var að heilla, og þá – eins og svo oft áður – ákváðum við að fara á nytjamarkaði og kanna hvort að við myndum ekki bara finna eitthvað skemmtilegt. Á fyrsta staðnum varð þessi hérna á vegi okkar. Ekki beint það sem við vorum að leita að, þar sem hún var ekki há og ekkert lokað geymslupláss…
…en hún var með svo fallegu útskurði og bara svo dásamlega rómantísk. Ég fékk reyndar þá hugmynd að saga hana í sundur og bera bekk, þannig að þar sem að skúffurnar eru, hillan þar fyrir ofan yrði í raun að sæti. Hillan var í það minnsta ekki dýr, og við ákváðum að fjárfesta í henni og geri smá tilraunir…
…ég mæli svo með að versla svona á nytjamörkuðum og kaupa notað, því að það má alltaf finna lausnir og í raun getur þú fengið húsgagn sem er nánast sérhannað að þínum þörfum með réttu mublunni. Eins og hér, við urðum bara svo hrifnar af efri hlutanum, vildum finna honum pláss og tilgang. Ætluðum að gera bekk, en svo allt í einu datt mér í hug að kaupa bara Besta-skáp í Ikea og setja undir. Með því fengum við geymsluplássið sem okkur vantaði og la voila…
…við vorum svo heppnar að málin smellpössuðu, og efri hlutinn var akkurat sama breiddin og Besta skáparnir. Þvílík og önnur eins lukka…
…efri hlutin fékk síðan hvíta málninu á sig, svona til þess að verða jafn bjartur og fagur og nýji neðri skápurinn…
…reyndar var þess gætt að leyfa útskurðinum að halda sér svona smá gylltum. Halda í karakterinn…
…að mínu mati er þessi skápur hrein dásemd. Hann er eitthvað sem þú sérð ekki annars staðar, og gefur herberginu bara svo mikinn karakter og fegurð…
…allt að spila saman, gardínur, málningin og rest…
..svo eins og í velflestum barnaherbergjum, þá ætti dótið að vera mesta skrautið…
…körfur undir gera auka geymslupláss sem er auðvelt aðgengi í og gott að flokka smádót…
…og reyndar vantaði hillurnar inn í Besta skápinn, en engu síður er þarna pláss fyrir allt sem þarf að komast fyrir…
…krúttheit í hillum…
…sjáið hvað hliðarnar á hillunum eru fallegar – þessir rimlar…
…ef þið viljið síðan skoða póst með hvað er hvaðan, þá er hann hér: smella! En þetta er reyndar síðan 2017 – þannig að góðir hlutir gerast ansi hægt hér greinilega.
…en eins og áður sagði, endurnotum, endurnýtum og finnum hlutunum nýtt hlutverk. Það ætti í það minnsta alltaf að vera fyrsta hugsunin!
Njótið dagsins ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥