…nú er komið út Hólf & Gólf-blaðið frá Byko. Blaðið leggur áherslur á innréttingar , parket, flísar og blöndunartæki – til þess að nefna fáeina hluti.
Þið getið smellt hér til þess að skoða bæklinginn á netinu (smella)…
Ég var beðin um að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með þeim, og vera einn af dómurum í myndaleiknum þeirra sem er á Instagram með myllumerkinu #bykoheimili19 – sjá leiðbeiningar í enda póstsins…
…það verður tilkynnt um vinningshafa 27.september næstkomandi og ég er mjög spennt að fylgjast með myndunum á Instagram. Það er til mikils að vinna 100.000kr inneign hjá Byko – þannig að um að gera að taka þátt…
….ég vildi fletta aðeins í blaðinu með ykkur, hér er t.d falleg eldhúsinnrétting, svona fyrir þá sem eru að spá í endurbótum…
…mér fannst þetta parket vera alveg svakalega fallegt, og auk þess sá óþolinmæðispúkinn inni í mér það í hvelli að þetta væri fljótlagt sökum þess hversu breiðar og langar fjalirnar eru…
…loftaþiljur – við erum einmitt með svoleiðis hjá okkur, með smá glansáferð. Sá þessar hérna líka alveg fyrir mér á veggi, svona smá Fixer Upper shiplap-fílingur…
…ó þið fögru subway-flísar, hvar get ég komið ykkur fyrir?
…og já krakkar mínir, í “gamla daga”, eða sko fyrir 10 árum þegar við gerðum okkar hús upp, þá var engin svona svört eða gyllt fegurð í boði…
…ekkert smá mikið úrval orðið af alls konar áferðum, litum og tónum…
…gordjöss frá Grohe, fyrir eldhúsvaskinn…
…eins fannst mér þessi ótrúlega töff, svona gyllt á litinn, og það eru pottþétt fallegir skuggar sem koma af þessum…
…þarna erum við með ljós sem passa vel viðborðstofuljósið mitt – luvs…
…meira af gylltu og hér höfm við spegla. Þessir væru ótrúlega flottir grúppaðir nokkkir saman…
…húsahillur sem væru t.d. æðislegar í barnaherbergiðl, eða bara hvar sem er. Svo fannst mér þessi litlu hliðarborð snilld, auk þess sem þau eru líka sniðug undirteppa eða púða…
…og að lokum, þessi stigi! Geggjaður t.d. í svefnherbergið fyrir rúmteppið -jafnvel að finna leið til að veggfesta hann.
…fyrir utan það sem er á tilboði í þessu blaði, þá langaði mig líka að benda á að erikurnar og haustlyngið er allt komið í Byko, og ég fór einmitt fyrir helgi og náði mér í “helstu nauðsynjar…
…en mér finnst þetta alveg órjúfanlegur hluti af haustinu…
…eins og sést þarna, þá setti ég eriku í neðri pottinn. En átti eftir að setja í efri pottinn. Ég skelli sem sé pottunum bara beint ofan í, og þá er svo auðvelt að skipta út á milli árstíða…
…einfaldlega bara sísvona…
…Mola fannst þetta sérlega áhugavert…
…og ég verð að minnast á að erikurnar voru alveg sérstaklega fallegar…
…þetta er svona gleðilegt haust-fíningur í þessu!
En ég minni ykkur á að fara inn á Instagram og taka þátt í leiknum með hashtagg-inu #bykoheimili19 – þetta verður spennandi ♥
Leiðbeiningar fyrir leikinn:
Taktu mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar, hvort sem um ræðir baðherbergi, stofu, eldhús eða annað. Settu myndina á Instagram og merktu #bykoheimili19 og þú ert komin/n í pottinn!
Föstudaginn 27. september verður heppinn vinningshafi tilkynntur
Að auki verða valdir tveir aukavinningshafar sem fá 35.000 kr. inneign í Hólf og Gólf.
Athugið að það er samt mikilvægt að ef þú ert með lokað instagram, þá þarftu að opna það á meðan á leiknum stendur, til þess að myndin sjáist.
ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt!