Vertu velkomið haust…

…regla og rútína, skólin og allt sem þessum árstíma fylgir. Við fórum í það um helgina að týna inn ýmislegt smálegt af pallinum, þar sem við vorum nokk viss um að vera ekki að fara að eyða neinum miklum tíma þarna úti næstu mánuðina. Eins langaði mig að breyta aðeins í eldhúsinu, þannig að ég var svolítið út um allt – og eins og alltaf, þá bara tæmdi ég út úr rýminu. Það er svo gott að byrja með autt blað, þrífa vel og þurrka af öllu…

…autt blað var hins vegar ekki lýsingin á borðstofuborðinu á meðan á þessu öllu stóð, Molinn sést líka í bugun…

…gott er að vera með góðan aðstoðarmann…

…þegar ég var að tæma af pallinum, þá tók ég inn barvagninn sem ég fékk í Rúmfó í sumar, og ákvað skyndilega að stoppa aðeins við inni í eldhúsi með hann. Setti á hann stóru vírkörfuna og svo gamalt trog á neðri hæðina…

…mér fannst svolítið skemmtilegt að leika mér svona með þetta. Taka “útihlut” og setja inn og finna honum nýtt hlutverk. Þar að auki var hann að taka alveg helling af hlutum fyrir mig. Sérstaklega ber að benda á brettafjallið á neðri hæðinni, þetta er visst vandamál…

…mér fannst topphlutinn vera eitthvað berrassaður svona með glerborðinu, þannig að ég tók viskustykki og lagði það svona óreglulega þarna ofan á. Það gerði alveg heilan helling fannst, auk þess – það þarf mikið minna að þurrka af svona efni heldur en glerplötunni 🙂 win win…

…en það er alltaf gaman að breyta svona til – ekkert endilega að kaupa neitt inn, heldur bara endurraða því sem maður á fyrir…

…nokkrir uppáhaldshlutir í glugganum, og þessir eru nú bara allir úr línunni hennar Joanna Gaines í Target

…og þið sjáið líka hvað það munar miklu um að hafa fallega hluti á eyjunni…

…sko, bara allt annað líf! Já, takið líka eftir að skrautið á vegginum fyrir ofan skápinn breytist – fyrst setti ég krossinn en fannst það svo ekki passa, og spegillinn fór aftur upp…

…þessi blómastandur, líka úr Rúmfó síðan í sumar, var líka úti á palli og fékk nýtt hlutverk innanhús. Skellti smá dásemdar erikum og haustlyngi frá Byko í pottana. En ég nota þessi blóm jafnt inni sem út, og gjarna leyfi ég þeim bara að þorna strax…

…ég skellti líka vintage, stórum glerflöskum frá antíkmarkaðinum á Akranesi á borði, og þessi litla sem er með – hún kemur frá BarrLiving.is…

…og þar sem ég var ekki með nein afskorin blóm – þá fór ég bara út í garð og klippti stórar greinar í vasana…

…verð að segja að ég hef gaman að því að sjá svona risagreinar þarna á borðinu, þetta er nú bara til þess að hafa gaman og leika sér með…

…elska svona opnar hillur til þess að stilla upp í – þær eru endalaust skemmtilegar…

…svo þegar maður er búin að vera að stússa allan daginn…

…þá var alveg fullkomið að setjast niður í hreinu eldhúsinu og borða saman…

…ég vona að þið njótið dagsins – ef það eru einhverjar spurningar, þá er alltaf velkomið að setja þær hérna að neðan! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Vertu velkomið haust…

  1. Birgitta Guðjónsd
    03.09.2019 at 07:22

    Alltaf jafn dugleg og hugmyndarík……skaust einmitt út í garð í gær og bjargaði inn undan kulda og hugsanlega frosti nokkrum Hansarósum og Animónum og setti í vasa.Þær eru svo fallegar einmitt núna og seinar á ferðinni “í sumarleysinu” hér fyrir austan.Rósirnar veru fljótar að launa mér og ilmuðu dásamlega í gærkvöldi…eigðu góðan dag.Birgitta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *