…já ég ætlaði að sýna ykkur glerkassann fagra sem ég var að bíða eftir í Rúmfó! Hann er ansi stór, 30x20x21/25cm, og þar sem við erum að fara vera með fermingu næsta vor – þá var ég strax komin með plan fyrir kassann…
…en í fyrra þá notaði ég einmitt gullbox úr H&M Home þegar ég var að gera fermingarpóst fyrir Smáralind – sjá hér!
…en þar sem það eru nú enn nokkrir mánuðir í fermingu, þá bara varð ég að leggja það á mig að finna kassanum einhvern stað á meðan, erfiðisverk sem einhver þarf að vinna…
…en ég er alveg að elska hann sko!
…skellti honum bara ofan á arininn, og er með svona frekar einfalt mótív þarna ofan á…
…það er líka svo skemmtilegt að hann er svo stór, að maður kemur ýmsu þarna ofan í – sér póstur um það síðar…
- Arininn var keyptur notaður á Bland – en kemur upprunalega úr Húsgagnahöllinni!
- Klukkan fékkst í Rúmfó fyrir um 3 árum, en álíka fást t.d. í Dorma.
- Vasinn er stærsti Love Song vasinn frá Kahler.
- Kertastjakarnir eru Stoff og fást t.d. í Líf og list.
- Ísbirnirnir er gamlir, Bing og Gröndal/Royal Copenhagen og fást á antíkmörkuðum, t.d. hjá Kristjbjörgu á Akranesi eða í Portinu.
…ég fékk mér líka eitt svona gulllauf, og skellti síðan ilmkertinu bara ofan á það…
…kózýtími í stofunni ♥
…sunnudagur framundan – vona að þið njótið hans ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Ísbirnir eru svo flottir, sá einn á sölu á bland áðan https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=4060026