…er ekki ágætt í öllu þessu hausti að horfa um öxl á sumar og sól á Kanarí.
Fyrri pósturinn er hér – smella!
..en það sem er mest dásamlegt við svona sumarfrí er þessi samvera, að vera laus við hversdagsleikan sem fylgir því að elda mat, þvo þvotta og taka til. Bara vera, njóta, borða og leika – þvílík forréttindi…
…og ef þið spyrjið krakkana hvað er best, þá væri svarið eflaust: ísinn 🙂
…af einhverjum ástæðum var þetta í fyrsta sinn sem ég tók sólhatt með mér til útlanda og þvílíka snilldin sem það er – maður lifir og lærir…
…litskrúðugar byggingar í sólinni…
…dásamleg blómaskrúð…
…en það sem þessi börn eru að vaxa hratt úr grasi…
…maður rétt snýr sér við og þau vaxa manni yfir höfuð á meðan…
…sko!
…ég geri ráð fyrir að allir sjái á þessari mynd konu sem finnst ferlega óþægilegt að láta smella af sér mynd…
…regnbogans stræti…
…blár himinn og haf…
…ég var algjörlega sátt við það, og eins öll blómin…
…fjölskyldusjálfan…
…og þegar að þessi tvö reyna að taka mynd, þá eru auðvitað leynigestir…
…kisi litli…
…þarna var þessi litli maður 8 ára…
…eiginmaðurinn smellti af mynd, og við hlógum að því að ég væri svo mikið í blómakjólum að það væri farin að mynda rósablaðahrúgur við fætur mér…
…svo hlógum við þegar að eiginmaðurinn gerði grín að mér og pósunni…
…svo endalaust fallegt…
…svo vaknaði drengurinn næsta morgun og var þá orðin 9ára – það er þetta með tímann!
…nývöknuð bæði tvö…
…konan með hattinn…
…og afmælisbarnið fékk að ráða hvað yrði gert þann daginn!
…þessi tvö gera alla daga betri…
…enn er verið að gera grín að mér 🙂 🙂
…liðsauki í gríni…
…nei hættið nú alveg 🙂
…sólarlagið þarna úti, það er eitthvað annað bara…
…og það er eitthvað við þessi pálmatré sem minnti mig alltaf á Lorax bíómyndina…
…vitinn í Maspalmos, en þar er sérlega fallegt að labba um…
…fórum síðan á Amadores ströndina sem var sérlega skemmtileg…
…en störndin í raun svona lítil vík, þannig að það er mjög þægilegt að vera þar…
…og svo frábært leiksvæði úti í sjónum fyrir krakkana…
…þar sem þau nutu sín í botn…
…og á meðan naut ég mín í botn…
…svo var farið að kafa…
…sorgin var síðan að sjá þennan unaðsreit á leiðinni til baka í bílinn, en þarna var hægt að leiga bekk og fá nudd og annað slíkt – dæææææs…
…ætla reyndar að deila aðeins meira af þessu með ykkur – en fannst þetta viðeigandi í þessum haustlægðum – smá svona andleg sól í kroppinn!
Njótið dagsins ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥