….það muna eflaust flestir eftir fjaðrafokinu sem varð á sínum tíma þegar að Kahler gaf úr afmælisútgáfuna af Omaggio-vasanum sínum. Það fengu færri en vildu og það sem fylgdi í kjölfarið var hellings umræða í þjóðfélaginu um stöðu okkar þegar við bíðum í röð eftir vasa (sem ég gerði reyndar ekki, skráði mig bara á lista sko). Ég held reyndar að það sé margt annað sem þarf að hafa meiri áhyggjur af, en hvað veit ég svo sem 🙂
…en svo var það í október í fyrra, að ég var svo heppin að fá boð frá Epal að mæta og mála minn eigin Omaggio-vasa frá Kahler, sem yrði svo sendur út í brennslu. Mér fannst þetta ótrúlega spennandi tækifæri og þáði það að sjálfsögðu. Útkoman var síðan mjög svo skemmtileg stund í hópi flottra kvenna, sem allar máluðu sína einstöku útgáfu af þessum klassíska vasa…
…ég var reyndar nánast bara búin að gefa það upp á bátinn að sjá þá aftur, þegar ég fékk tölvupóst í seinustu viku. Því skundaði ég af stað í Epal…
…og heim kom poki…
…og hér er gripurinn minn góði.
…alls ekki fullkominn en hann er algjörlega minn! Mér fannst þetta líka svo skemmtilegt útspil að bjóða hópi af fólki að gera vasann – “sem allir eiga eins” – að mála algjörlega einstakann vasa sem enginn annar á 😉
…þess ber líka að geta, eins og ég hef áður sagt – þá er 20cm Omaggio-vasinn líka nánast hinn fullkomni vasi. Passar svo vel fyrir rósabúnt og bara flesta vendi. Ég ♥ minn í það minnsta!
Takk kærlega fyrir mig Epal, þetta var bara gaman ♥
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!
Hann er mjög flottur vasinn þinn 🙂