Fjársjóðurinn…

…eins og ég sagði í seinasta pósti, þá stóðst ég ekki mátið að kippa með mér smávegis af Markaðsdögunum í Byko. Ég er með þvílíka blætið fyrir fallegum trébréttum, og þessi hérna hittu beint í mark. Þau eru með hvíta rönd á hliðinni, en svo var hægt að fá með bláa, ljósgræna og gráa líka minnir mig…

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Byko, en allar vörurnar eru valdar af mér og af mínu frumkvæði!

…og þessi fannst mér æðisleg. Þessi grófleiki og að sjá handfangið með snærinu, lofit…

…svona dúkur/löber, svona eins og tyrkneskur dúkur – svo flottir…

…uppáhalds krukkan fékk líka að koma með…

…og mér finnst æðislegt að nota hana svona sem blómavasa/pott…

…eins stóðst ég ekki þessar skálar, voru reyndar ekki á útsölunni – en mér finnst þær æðislegar…

…svo falleg áferðin utan á skálunum…

…fallegt saman uppstillt á borðinu…

…er að fíla þennan dúk…

….fallegu mangóbrettin…

…Molinn skilur ekkert í þessu brölti í mér alltaf…

…og já, ljósið góða er líka frá Byko…

…en ekki Molinn…

…svo var farið að gera kvöldmat…

…og þá sést líka hvað það er fallegt að nota trébrettin…

…mér finnst það alltaf koma fallega út…

…og líka fallegt að sjá hvítu röndina í kring…

…og skálarnar alveg pörfekt með…

….allltaf gaman að vera með fallega hluti til skrauts…

… en enn fallegra að vera með fallega nytjahluti – sem eru fallegir til skrauts og líka notkunnar!

En ég vil líka benda á, eins og nafnið gefur til kynna – að þetta eru Markaðsdagar og því er takmarkað til af hverri vöru og eitthvað misjafnt vöruúrvalið á milli verslana – þetta er svona ekta markaðsstemming 🙂

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *