Innlit á Markaðsdaga í Byko…

…en þeir eru einmitt að hefjast í dag! Ég fór í gær og tók smá forskot á sæluna og tók nokkrar myndir fyrir ykkur.

Þessir hérna finnst mér æðislegir. Svona litlir kollar sem hægt er að nota næstum hvar sem er, inni á baði fyrir handklæði eða bara inni í stofu og skella pottablómi ofan á. Bast er alltaf fallegt og gerir hlýleika…

…smáborð sem væri æðisleg fyrir blómin t.d…

…svo fallegar luktir á pallinn, fylgir með þeim séría…

…ferlega töff ljósakróna…

…ég sé nú alveg einhvern glamúrelskandi sem myndi fíla þessa í ræmur…

…hvít “hús” sem gætu verið æðisleg með olíur og krydd í eldhúsið, eða bara upp á punt…

…ok, ég elska falleg trébretti – og þessi hérna voru úr mangóvið og bara æðisleg, sýni ykkur betri myndir af þeim síðar…

…eins þessi hérna, með smá fótum undir og bara æðisleg í eldhúsið…

…geggjaðir matardiskar og forréttadiskar, og skálarnar eru líka æði…

…og auðvitað könnur í stíl…

…mjög töff lampaskermar…

…fallegar körfur, á eldhúsborðið – svo gætu þær líka verið æði inn á bað, með upprúlluðum gestahandklæðum og krúserí…

…svo fallegir blómavasar…

…þessir hérna snagar finnst mér æði – flottir nokkrir saman…

…stórir dúkar/löberar, líka í bleiku og bláu – æðislegir á eldhúsborðið td…

…þessir hérna væru æðislegir sem blómasúlur, og svo til þess að snúna við og setja risakerti ofan í…

…stórir kassar/borð…

…flottir sem hliðarborð í stofuna…

…og meira af fallegum blómaborðum…

…bwahahaha – skiltið sem mig vantaði….

…það var líka geggjað úrval af fallegum ljósum, sem ekta töff í hillurnar…

…rómó og kózý púðar…

…meira af fallegu leirtaui, og þetta var í yndislegum litum…

…þessar krukkur eru í uppáhaldi hjá mér…

…svo er nóg fyrir þá sem vilja versla í praktísku deildinni, en ég er svona meira í puntinu…

…og þessir hérna, geggjað í endurvinnsluna, plast öðrumegin og pappi hinum megin – húrra…

…mæli svo sannarlega með heimsókn – fullt af fallegum sem er til…

ég tók smá með mér heim og ætla að deila myndum af því með ykkur í næsta pósti!

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *