Áfram með smjörið pt.4…

…burtu var haldið frá Tálknafirði og áfram…

…rákumst á ísbílinn á leiðinni og það kunnu allir vel að meta það…

…og það er bara alls staðar fallegt um að litast þarna…

…stórbrotin náttúra í öllum sínum fjölbreytileika…

…og stoppað hjá Dynjanda, sem er “möst”…

…það er enginn svikin af því að labba upp að fossinum, en hafið það í huga að steinþrepin geta verið há og þetta tekur smá stund…

…þessi tvö kunnu alveg að meta þetta allt saman…

…stórkostlegur foss, hann er svo merkilega symitrískur og fallegur…

…það er skemmtilegt að skoða myndirnar úr þessari ferð, en hárið á mér stækkaði nánast við hverja mynd. Svona nettur Moniku-fílingur í þessu, fyrir þá sem þekkja Friends…

…júlíafmælisbörnin…

…eitt af því sem ég elska svo mikið við þennan dreng minn, er að hann kann að stoppa við og njóta. Eins og hér þegar ég rak augun í að hann var kominn frá okkur hinum og farin að tína saman smá blóm í vönd.

…það verður enginn óbarinn biskup og vinir okkar töpuðu einu hjóli undan sínu fellihýsi – sem er aldrei ákjósanlegt. En við erum á litla Íslandi og þetta reddast allt saman, ekki satt! P.s. kanínan var ekkert slösuð, bara þreytt…

…leið okkar lá svo í Tungudal, en þar sem við erum með útilegukortið þá var það kjörið. Mjög fallegt tjaldstæði…

…tjaldstæðið stendur bara rétt fyrir ofan Bónus á Ísafirði, þannig að þetta er sérlega hentugt allt saman…

…er þá ekki bara málið að kíkja í búðir á Ísafirði og Flateyri?
Næstu póstar!

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *