…enda finnst mér alltaf gaman að kíkja við þarna og iðulega leynast gersemar þarna inn á milli…
…þessi er risastór, og kem frá Ikea. Hún er á blindramma, en ég sé fyrir mér að það væri geggjað að setja t.d. tréplötu innan í hann og gera myndina sjálfa að höfðagafl á rúm…
…alls konar bollar, sumir gulir og glaðir en aðrir bara frekar fúlir 🙂
…svona súputarínur eru alltaf svo fallegar, svona hvítar er hægt að nota með næstum hvaða stelli sem er – og þegar þær eru notaðar fyrir blóm eða skreytingar þá verða þær enn fallegri…
…svo fallegt, yndislegt fyrir lítil, stök blóm – og svo er þetta bara kjörið fyrir eftirlætiskryddið og gerir það að flottu skrauti standandi á borðinu…
…dásamlega falleg og heill…..haha, nei ég bara veit ekki hvað ég á að segja um þessa Grýlu/tröllaflösku. Veit að hún á best heima í hópinum: Hver hendir svona? á Facebook..
…þessi kanna var alveg níðþung, en ferlega falleg. Glerkönnur, eða bara könnur – elska þær…
…þessi var alveg ferlega flottur – þegar maður lyfti honum upp þá sást líka að hann var frá Pottery Barn. Gæti orðið geggjaður fótur á kökudisk, svipað og hér – smella…
…fallegir og hátíðlegir, nokkir svona raðaðir saman koma alltaf flott út…
…þessir voru líka flottir, en skálarnar til hliðar og litlu kertastjakarnir voru samt meira að grípa mitt auga…
…svo fallegt að raða saman ólíkum diskum í veggskreytingar…
…alls konar vasar, og ef þér líka ekki liturinn – þá má alltaf spreyja…
…á sjálf svona púða og finnst hann æði…
…þessi spegill var alveg sérlega flottur…
…sérstaklega veglegur og mikill þegar maður skoðaði hann og tók á honum…
…svo er mikið af alls konar fallegum bókum…
…leikföng sem vekja nostalgíu…
…ég á sjálf svona skálar og finnst þær æðislegar – getið skoðað þær hérna með því að smella…
…smá bambakrútt í krosssaumi, og þessi stóll – það væri hægt að gera eitthvað skemmtilegt með hann…
…og nóg er til af alls konar…
…ég var næstum búin að kaupa þetta, sem einhverskonar vinnueyju í bílskúrinn eða bara þar sem ég kæmi því fyrir…
…ferlega töff..
…og tveir Old Charm-stólar…
…og skatthol, það er ágætis séns að það leynist tekk undir þessari málningu!
Mæli í það minnsta með að fara í heimsókn og skoða hvað er hægt að gera við það sem til er. Það eru nokkrir búnir að vera að deila virkilega flottum fyrir og eftir myndum inni á SkreytumHús-hópnum, sem sýna það svo vel!
Lucinda Svava F. deildi þessum snilldarmyndum, af plöttum sem hún spreyjaði og hengdi upp saman. Ferlega töff!
…og Guðrún Björg Ó. deildi ótrúlegum myndum af sófa, hann var í hrikalegu ásigkomulagi en eftir þrif og meiri þrif – þá er hann eins og nýr! Geggjað! Endurnýtum, hugsum í lausnum og finnum hlutunum nýtt heimili!
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!