Að velja rétt…

…þegar maður ferðast innanlands, eins og við gerðum núna undanfarið, þá lærir maður fljótt að einfalda hlutina. Að gera allt eins auðvelt og hægt er.

Hérna í “denn” þá notaði maður iðulega pappadiska og plastglös, sérstaklega í kvöldmatinn – til þess að spara sér uppvask í misheitu vatni og misgóðum aðstæðum. En núna leyfir samviskan þetta ekki lengur. Umhverfisvænt skal það vera, og ekkert minna sem dugar!

Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég var til í að vera í samstarfi með heildversluninni Lindsay, þegar þau báðu mig að segja frá nýju Pure-línunni þeirra. En þar er einmitt um að ræða einnotavörur, úr algjörlega 100% endurvinnanlegum hráefnum:
pappadiskar í nokkrum stærðum, “plast”glös í nokkrum stærðum, pappaglös fyrir heitan vökva, grillspjót og hnífapör…

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Lindsay.

…það þýðir að þetta má fara beint í pappírsendurvinnsluna (eftir að vera skolað auðvitað) eða það sem meira er, beint í moltuna – hversu magnað er það…

…og jú, ég spurði sérstaklega og það sama á við um pakkninguna utan um.

…hnífapörin eru svo úr við og eru sömuleiðis 100% endurvinnanleg.
Þið getið skoðað þetta nánar – með því að smella hér…

…og ég veit ekki með ykkur – en mér þykir þetta púra snilld, sérstaklega í útilegur eða pikknik-ferðir…

…í sömu línu eru líka spjót, sem eru snilld fyrir grillið – eða eins og hér, að þræða sykurpúða upp og nota til þess að dýfa ofan í kakó…

…auk þess eru líka þessi riffluðu glös fyrir heitan vökva og rör, sem eru bara falleg…

…og svo líka bjórglös sem er hægt er að fá – töluvert hærri og stærri…

…ég var reyndar ekki með þau á þessum degi, fannst ekki þörf á bjór eða heita drykkinum, en langaði þó að taka nokkrar fallegar myndir…

…og á fallegu tjaldstæðinu á Tálknafirði, var hægt að hafa fyrirtaks pikknikk í fallegu umhverfi…

…alveg hreint dásamlegt íslenskt sumar…

…Pure-vörurnar fást m.a. í Fjarðarkaupum, Nettó, Krónunni og víðar og eru vel merktar með græna Pure-miðanum

…og nú er bara hægt að njóta án samviskubits gagnvart móður náttúru…

…næla sér í smá kökusneið, svona í tilefni dagsins…

…og svo vona ég bara að þið eigið yndislega helgi framundan. Ég ætla að dúllast með fólkinu mínu og fagna því að vera árinu eldri í dag en í gær.

*knúsar*

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!


1 comment for “Að velja rétt…

  1. sigríður Þórhallsdóttir
    21.07.2019 at 23:36

    Æðislegt og til hamingju með afmælið 🙂 og þú hefur vonandi notið þess í botn 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *