Innlit í Rammagerð Ísafjarðar…

…þegar við ferðumst um landið, líkt og þegar við ferðumst erlendis þá finnst mér alltaf gaman að kíkja inn í þær búðir sem eru á staðnum. Þegar við vorum á Ísafirði kíkti ég ma. við í Rammagerð Ísafjarðar…

…ótrúlega falleg verslun sem er í eldgömlu húsi með friðuðum innréttingum, alveg dásemd…

…í búðinni er skemmtileg blanda af vörum frá House Doctor-merkinu, íslenskri hönnun og líka hönnun eiganda búðarinnar…

…bara töff…

…fallegt að vera með svona kertaglös og blanda litum…

…lundar og hvalir í sátt og samlyndi…

…svo smart uppröðun á bakka, kerti og blóm…

…þessir fallegu krummar eru geggjaðir, minnir að þeir séu hannaðir af eigandanum og því ekki viss um að þeir fáist víðar en þarna…

…falleg ullarteppi…

…svo töff vörurnar frá House Doctor, þær eru svo funky!

…þeir eru svo flottir púðarnir frá Lagður.is, eins og hestapúðinn þarna…

…ég á listaverkið sem speglast þarna 🙂

…stjörnurnar eru líka hannaðar af eigandanum, og mér finnst þær æði…

…fallegar svona margar saman í glugganum…

…hugsa að það sé hægt að fá svona sent í pósti, ef maður myndi panta…

…svo fallegar myndir, megið gjarna senda mér nafnið á listamanninum ef þið vitið það…

…elska svona litlar búðir með persónuleika…

…mikið af flottum vörum þarna…

…geggjaðar krukkur, sérstaklega sápukrukkurnar…

…lengi hefur mig langað til þess að byrja að safna mér svona útskornum fuglum, þessir voru sérlega fallegir…

…mér finnst þessi bakki svo flottur…

…þetta fannst mér mjög töff…

…æðislegur hengiblómapottur…

…fallegir hringspeglar, ekkert mjög stórir og því geggjaðir í grúbbu…

…virkilega falleg búð og ég mæli svo sannarleg með heimsókn ♥

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

1 comment for “Innlit í Rammagerð Ísafjarðar…

  1. Guðrún
    26.07.2019 at 22:49

    Svoo fallegt 😍

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *