Ísland, ó Ísland pt.I…

…ástkær fósturjörð. Í góðu veðri, þá er hvergi betra að vera. Að sama skapi, þá getur maður verið við það að frjósa í hel, nokkrum andartökum síðar. Við famelían lögðum land undir fót núna í sumar, innanlands, og skelltum okkur á Vestfirðina fögru…

…við ókum í einum rykk frá bænum að Tálknafirði, lentum í vatnsviðri og urðum ansi hreint óhrein á tímabili…

…en þegar nær dró varð veðrið betra…

…var ég búin að segja ykkur að ég hef sérstakt dálæti á sólstöfum, þegar ég var barn var ég alltaf viss um að Guð væri einmitt beint fyrir ofan…

…teygt úr tám og fótleggjum á leiðinni…

…og leiðin er svo sannarlega fögur…

…við keyptum okkur útilegukortið eins og áður, og það mjög snjallt ef þið getið nýtt ykkur þá staði þar sem upp á það er boðið. Eins er hægt að kaupa það með afslætti hjá flestum stéttarfélögum, eins t.d. VR.
Við hófum dvöl okkar á Tálknafirði og gistum þar í fjórar nætur…

…yndislegt veður og bara gaman að vera til…

…fórum í göngutúra í “skóginum”…

…nutum þess að vera í fallegu náttúrunni…

…það dýrmætasta sem ég á…

…og Molakrúttið okkar…

…spjallað um daginn og veginn…

…og bara hangsað 🙂

…það er svo margt fallegt, ef maður bara staldrar við og horfir…

…nutum þess að fara í bíltúr inn Tálknafjörðinn…

…og svo í göngu…

…spáð og spekulerað…

…litla hafmeyjan mætt á svæðið…

…það er bara allt svo fallegt þarna – og sérstaklega þó í svona veðri…

…þarna sjáið þið miklar pælingar um hvernig er best að stökkva á steininn, án þess að vökna í fæturnar…

…stúlkan sem starir á hafið, og steininn…

…og er himinlifandi þegar að henni tekst ætlunarverk sitt…

…og litla famelían…

…himnesk fegurð, og þetta er bara plain símamynd! Meira væntanlegt – ásamt fellihýsapósti!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Ísland, ó Ísland pt.I…

  1. Kristrún Helga
    25.06.2020 at 22:58

    Yndislegi Tálknafjörðurinn minn<3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *