…og ég elska það að rölta þarna um og skoða og spá. Þetta er alltaf eins og að fara í fjársjóðsleit og oftar en ekki – þá er eitthvað dásamlegt sem maður dettur um.
Portið er, eins og nafnið gefur til kynna, í Portinu á Nýbýlavegi 8 í Kópavogi. Það er opið hjá þeim á fimmtudögum frá 14-18 og á laugardögum frá 11-16.
Þess ber að geta að í dag og á laugardaginn verður síðan afsláttur af öllu – 10-20%!
…fullt til af fallegu jólaplöttunum og mæðradagsplöttunum…
…dásamlega falleg stell…
…og mér varð alveg illt í bambanum á mér að skilja þennan eftir…
…og ég meina Elli var þarna, það er ekki hægt að kvarta yfir því…
…elska svona fallega nytjahluti – þetta væri t.d. dásamleg gjöf fyrir einhvern sem saumar eða hannar og svona…
…allt þetta hvíta og bláa er alltaf að heilla mig upp úr skónum – alltaf…
…fyrir þá sem eru í gulldeildinni, þá er sko ýmislegt sem grípur augað…
…þessir voru alveg að heilla mig, eins og svona stuðlabergsútgáfa af Stoff-stjökunum…
…þessi brúna rustic-looking kanna fannst mér alveg yndisleg, sé hana fyrir mér með fallegum sumarvendi og svo þessir svart/hvítu flísaplattar…
…þessi veggdiskur fannst mér líka hreint æði, er enn að hugsa um hann…
…ansi margir fallegir svona postulínslampar, mjög krúttlegir…
…annað bambakrútt – hææææææ…
…og hinar ýmsu styttur af dönskum og spænskum ættum…
…dásamlegt silfur…
…og kall í kúpli…
…alltaf svo fallegar svona samangrúppanir, eins og hér bara hvítt…
…rugl sætar uglur…
…og diskar frá honum Wiinblad vini mínu…
…og auðvitað fallegu mánaðarplattarnir…
…þarna er líka að finna plötur og bækur…
…mér fannst þessi ótrúlega fallegur…
…úfff – svo fallegt…
…og þessi kristalskúluvasi er ææææði…
…pínulítil og ansi gömull…
…mjög royal, þetta er settið til þess að bjóða Betu breta upp á te…
…austurlenskar og rússneskar, og hreindýr…
…og sjáið þið þennan…
…hann er risastór og sérlega húsvanur…
…eins og þið sjáið, þá er þetta staður sem þarf að gefa sér tíma til þess að rölta um og skoða…
…elska að vera með plain diska og nota svona einhverja með, til þess að poppa þetta upp…
…mér fannst þessar myndir ótrúlega töff…
…myndin þarna var mikið að kalla á mig…
…sjáið þessa bolla og ketilinn…
…og þessa…
…dásamlegar bláklukkur og sérlega fallegt stell…
…yndisleg kertakróna…
…eftir á, sjáið hvað þessi í horninu er ánægður með fiskinn sinn…
…töff…
…ofsalega falleg glös…
…þessi spegill er mjög þungur og dásamlegur, kollurinn líka æði…
…yndislegu pínurnar…
…klassíkin!
…ég var líka ótrúlega skotin í þessum stjörnumerkjaglösum…
…myndin dásamleg, prentarahilla, og Maríustyttur…
…þetta er svona ævintýraheimur! Nóg að skoða og uppgvöta, og svo er bara snilld að vera að kaupa notað, elskað og endurnýta!
Þið getið smellt hérna til þess að fylgja Portinu á Facebook!
Minni á að í dag og á laugardaginn verður síðan afsláttur af öllu – 10-20%!
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!
Hæ hæ, hvað myndi auglýsingapláss kosta hjá þér, svipað og Rúmfó?
Sæl vertu, endilega sendu mér bara tölvupóst á: soffiadogg@yahoo.com