…það hefur alltaf verið mér mikils virði að reyna að endurnýta hlutina. Ekki bara af því að mér finnst það vera siðferðislega rétt, heldur líka að það er bara eitthvað við gömlu hlutina sem er að tala meira til mín og höfðar meira til fegurðarskynsins. Þannig að hérna um árið þegar ég fann gamlan efri skáp á bílskúrssölu, sem var illa farinn af vatnsskemmdum, þá fannst mér ég hafa fundið fjársjóð sem ég gat gert til góða. Þessi skápur var síðan settur upp á vegg inni í eldhúsi og var þar, mér til mikillar gleði…
….og blessaður skápurinn var í raun ekki mikið fyrir augað þegar ég leit hann fyrst augum, en þessar hurðar – ég bara féll strax…
…en þegar við settum nýjan (gamlan) skáp inn í eldhús um daginn, þá varð blessaður efri skápurinn heimilislaus á nýjan leik! Ég setti hann í geymlu inni í bílskúr og eftir nokkrar mánuði, þá ákvað ég að setja hann á sölu. Það voru strax þó nokkrir sem vildu kaupa hann, en þá fékk ég um leið aðskilnaðarkvíða og ákvað að hætta við að selja gripinn.
En hvað, hvað á að gera við hann?
…mér datt í hug að snúa honum aðeins og gera gangaskáp úr honum. Mála hann og pússa upp toppinn…
…þannig að við fórum yfir toppinn með svona pússmús, og tókum málninguna af…
…en þegar ég prufaði að bæsa yfir, þá kom það fljótt í ljós að það yrði ekki fallegt. Það var algengt með húsgögn á þessum tíma að nota bara ódýran við þar sem ekki þurfti að vera “fínni” viður, og þetta var í raun bara spónaplata sem var ekki mikil fegurð í. Þá þarf maður bara að hugsa þetta aðeins upp á nýtt…
…við settum hjól undir skápinn, sem við stífuðum síðan. Settum svo á móti litla trékubba sem aftari lappirnar…
…ég hafði bara grunnað skápinn, hérna þegar ég fékk hann fyrst, þannig að ég fór beint yfir hann með uppáhalds útimálningunni minni frá Slippfélaginu. Sem ég hef notað á flest húsgögnin hérna inni, þar sem ég fíla svona rustic og gammel áferð sem af henni kemur!
Ég er í samstarfi við Slippfélagið, en þessi póstur er unninn að mínu frumkvæði og ég notaði bara vöru frá þeim sem ég átti fyrir!
…svo var bara að mála og það tók stuttan tíma…
…svona í stíl við skápinn, sem er nett gammel og smá sjúsk, þá var þetta málað “illa” að ásettu ráði…
…framhliðin og allar ytri hliðar, og toppur, málað svart…
…en ég hélt skápinum hvítum að innan og la voila, komin með geggjaðan gangaskáp – sem getur geymt helling af bókum…
…ég er mjög ánægð með þetta og svo ánægð með að hafa þennan kostagrip, sem mér þótti orðið vænt um, áfram hjá mér…
…það er nefnilega alveg kjörið að veita svona mublum áframhaldandi framhaldslíf – þær eiga það alveg skilið!
…byrjuð að koma bókunum þarna inn…
…og ofan á get ég líka aðeins stillt upp og leikið mér…
…dásamlegu augasteinamyndirnar – upplýsingar hér!
…og smá grænt…
…er þetta ekki bara alveg að gera góða hluti?
Ég er í það minnsta alsæl ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Þetta er meiriháttar flott…endurnýting og að gefa gömlum hlutum nýtt líf….er svo frábært.Breytingin hefur heppnast fullkomlega….takk fyrir að gefa okkur hugmyndir……
Þessi skápur er algjört augnayndi, skula vel að þú hafir fengið aðskilnaðarkvíða 😉
SKIL vel átti þetta að vera….
Sæl hvaðan eru innihurðarnar ykkar?
KvHrafnhildur
Þær voru keyptar hjá Agli Árnasyni fyrir 12 árum, held að þeir séu ekki lengur að selja innihurðar!