…af því að ég er nú búin að vera að skrifa hingað inn síðan 2011, og þið hafið fylgst með okkur mörg hver í allan þennan tíma, þá veit ég að margir hafa gaman af því að sjá myndir af famelíunni. Ég tók nokkrar myndir 17.júní í fyrra og ákvað að deila þeim með ykkur.
Note to self: þegar maður á og endurnotar sömu fánana ár eftir ár, þá þarf maður greinilega að strauja þá fyrir notkun 😀
…mamman fékk meira segja að vera með á mynd, merkilegt nokk…
…sjáið þennan Mola senuþjóf…
…við kíktum aðeins með Mola á hundasvæði og leyfðum honum að hlaupa lausum…
…og í leiðinni voru teknar fleiri myndir – auðvitað…
…enda var þetta einstaklega fallegur og hlýr dagur. Þvílíkur lúxus að fá svona veður…
…drengur sem starir á hafið…
…ótrúlegt að þessi dama fermist á næsta ári…
…og þessi hérna eiga bráðum 15 ára brúðkaupsafmæli og 26 ára sambandsafmæli…
…ég sé að það var eins gott að taka nægar myndir þetta sumarið, því hún er nú orðin töluvert hærri en ég…
♥
…takk fyrir kíkja við og gleðilega þjóðhátíð ♥
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!