Ferskur andblær…

…ég er sem sagt búin að vera pínulítið eirðarlaus hérna heima og þurfti mikið að breyta til. Eldhúsið fékk líka að finna fyrir því.

Eyjan tæmd…

…og eins og mér þykir skemmtilegt – stilla upp með nytjahlutum, og stundum eru það bara hlutir sem maður er að nota í eldhúsinu, eins og olíur og salt…

…grindin mín fallega fékk smá svona einföldun, setti bara í hana hvítar könnur og svo gerviávexti, sem ég er búin að eiga í fjölmörg ár…

…ég kann líka að meta að grindin og hillurnar á veggnum eru svolítið að kallast á – svona nett í stíl!

…og dásamlega kvöldsólin sem er búin að leika við okkur kvöld eftir kvöld, það verður varla mikið betri lýsing en hún…

…sjáið þið bara! Ef þið hafið hug á að eignast svipaðar grindur, þá er hægt að panta þær á Amazon, og þær pakkast auðveldlega ofan í tösku.

…stóru glerkrukkurnar fengust hins vegar í Borð fyrir tvo, og svo eru svipaðar sem hafa fengist t.d. í Seimei…

…en eins og þið sjáið þá er ég sérlega hrifin af svona krukkum, og búin að safna mínum síðan 2011…

…efri hillan er síðan keypt erlendis, en svipaðar hillur er hægt að finna í Fako eða Dorma, og neðri hillan er frá Tekk…

…diskurinn og kannan er frá Target, og er úr línunni hennar Joanna Gaines. Þetta er í miklu uppáhaldi hjá mér

…séð frá eyju að borðstofuborði og alveg inn í stofu…

…einfaldleikinn…

…agalega gaman að vippa svona öllu út og hreinsa til og raða upp á nýtt. Það verður allt eitthvað svo ferskt og skemmtilegt 🙂

Ertu búin að prufa?

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *