…en um daginn sýndi ég ykkur stofubreytingu – fyrir og eftir. Eins og alltaf fékk ég hreint yndisleg viðbröð frá ykkur og þakka ég kærlega fyrir þau. Í þessum pósti langar mig að einblína svolítið á hillurnar sem við settum upp í stofunni, og bara almennt horfa á uppröðunina í þeim…
…hillurnar sjálfar eru alveg ofsalega flottar. Þær koma frá Tekk og heita Fijn. Þær voru á tilboði með 60% afslætti og kostuðu þá 59.200kr.
Það væri líka hægt að notast við Vittsjö frá Ikea, sjá hér, fyrir þá sem kjósa ódýrari útgáfu. En það verður að viðurkennast að þær eru ekki eins skemmtilegar að raða í að mínu mati.
Eins voru að koma nýja í Rúmfó sem heita Trappedal og þær eru líka svipaðar – sjá hér. Það er alltaf gott að vita að möguleikarnir eru fyrir hendi að finna hluti í mismunandi verðflokkum…
…en það er alveg magnað hvað svona hillur geta gert mikið fyrir rými og gefið því mikinn karakter.
Hér sjáið þið þær tómar…
…og síðan þegar búið er að raða í þær. Þetta er eins og instant vítamínsprauta 🙂 Allt í einu er alls konar að skoða og spá í…
…og þegar búið er að raða í báðar hillur og stilla öllu upp…
…einn af stóru hlutunum sem gefa hillunum svip eru þessi hérna Búdda. Hann var keyptur í Tekk og mér finnst hann æðislegur, alveg svakalega þungur og massífur, og – eins sniðugt og það er – gefur hillunum einmitt svona þyngdarpunkt. Það þurfa alltaf að vera ákveðið margir stórir hlutir til þess að mynda jafnvægi í svona uppröðunum…
…annar hlutir í stærri kantinum var þessi vasi úr Rúmfó. En hann var ekki nógu umfangsmikill til þess að standa einn, þannig að bæta tveimur minni vösum með, og að skella smá trébakka undir hann, bætti það upp…
…falleg ljós gera alveg ótrúlega mikið, og sérstaklega skemmtilegt að nota þau svona í hillur eins og þessar. Þar sem hillan sjálf er svona “götótt” og ljósið gerir það að verkum að við fáum fallega skugga af henni…
…eins er snilld að nota hluti eins og spegla, sem þarna er veggfestur, til þess að ná birtu og dýpt í hillurnar. Þessi spegill fékkst líka í Tekk og hann var alveg fullkominn þarna inn…
…annað sem gerir hús að heimili, að mínu mati, eru bækur! Það má alltaf finna ódýrar og flottar bækur Nytjamörkuðum, eða jafnvel bara í geymslunni hjá ættingjum sem verða þakklátir fyrir að losna við. Þessar geggjuðu bækur sem þið sjáið í hillunum hérna, fékk ég t.d. fríar hjá ABC í Víkurhvarfi, en þar er alltaf kerra fyrir utan með bókum sem má hirða! Um að gera að nýta sér það…
…það er líka snilld að setja svona lokaðar hirslur (eins og töskuna) eða körfur í hillur, þær geta gripið hitt og þetta sem manni langar kannski ekki að stilla upp með. T.d eru gamlar ferðatöskur snilld fyrir spil og púsl og annað slíkt…
…þetta er bara alveg að look-a sko, að mínu mati…
…svo er líka alltaf gott að nota smá grænt með, hvort sem það eru lifandi blóm eða ekki, því að þau gera svo mikið…
…dass af grænu í bland…
- Hillur – Tekk/Habitat
- Borðstofustólar – Tekk/Hapitat
- Borðstofuborð – Ikea
- Ljósakróna – Camelia.is
- Stigi og smáborð – Rúmfatalagerinn
- Motta – Ikea
- Hægindastóll – Ikea
- Sófaborð – Línan
…sjáið bara hvað þetta er mikil innspýting af persónuleika inn í rýmið…
…svo kemur annar póstur með restinni, ég er að vinna mig í gegnum þetta allt sko! Þessu er að sjálfsögðu deilt með leyfi húsráðanda, og kann ég honum mínar bestu þakkir fyrir!
Njótið helgarinnar ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.