…þetta rennur allt saman í eitt um þessar mundir. Eina dásamlega sólríka heild, og það er nú ekki oft sem maður getur sagt það. Grúbban hérna á ganginum breytist örlítið eftir því hvar sólin er á himnum, og virkar eins og hálfgerð risaklukka. Hér er bjartur dagur…
…börn eru búin í skóla og ungur skáti fór á sitt fyrsta skátamót…
…unga daman tók þátt í Color Run, sjá þennan Mola…
…og svona hefur himininn verið, heiður og blár…
…og það er ekki hægt að segja annað en blessað pallalífið er ansi ljúft…
….hér sést vel ástæðan fyrir gluggunum á pallinum okkar, en það sést alveg út á sjó…
…sérdeilis notalegt…
…alla daga stendur opið út…
…og maður má varla vera að því að vera innan dyra…
…þvílíkur lúxus…
…þessi er eflaust að velta fyrir sér hvort að hann eigi að taka blund eða kríu…
…svo fer að kvölda…
…skuggarnir lengjast aðeins…
…og sólin kyssir hafflötinn…
…og lýsir allt í þessum fallega roðagullna bjarma…
…þar með talið innandyra, þar sem veggurinn breytir litum…
…ég hef endalaust gaman af því að horfa á þetta…
…síbreytilega veggmynd…
…svo í rökkrinu er yndislegt að setja smá ljós á pallinn…
…gera smá svona stemmingu…
…og hér er ég með batterýskerti sem eru snilld í útiluktarnar…
…og ég sótti mottuna mína upp á háaloft og skellti undir borðið…
…fallegt úti…
…og fallegt inni…
…löngu hillurnar eru frá Tekk, en þær minni eru frá Rúmfó…
…hérna á nesinu er líka yndislegt að fylgjast með öllum ungunum sem eru farnir að stálpast…
…enda er þetta bara einstök forréttindi að búa í svona sveit í borginni…
…og maður nýtur þess í botn…
…þið sem spyrjið um hengirúmið – þá er póstur hér – smella…
…og af því að ég veit að ég fæ spurnir um ýmislegt, þá er hér smá listi:
Litur á dekki – Smágrár, pallaolía frá Slippfélaginu
Litur á veggjum – Húmgrár, hálfþekjandi frá Slippfélaginu
Sófasett – Rúmfó, fékkst fyrir 2 árum
Motta – Rúmfó, líka ca 2ja ára
Lukt hjá bekk – Rúmfó – smella hér
Sería – Rúmfó, keypt í ár
…hjólaborðið er líka nýlegt frá Rúmfó, en bekkurinn er orðinn 10 ára gamall…
…gerist varla mikið betra!
…en svo segir Molinn…
…vona að þið eigið dásamlega helgi framundan ♥
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!