…vindum okkur yfir vegginn og í hina “íbúðina” sem var í básnum okkar. Þarna var stofa og borðstofa. Hugsunin á bakið við var – hér býr par sem þurfti að gera smá málamiðlanir, ekki of mikið blúndó – hann valdi sófann, en þau eru bæði sátt…
Athugið að allt sem er feitletrað eru beinir hlekkir á vörurnar á síðu Rúmfó!
Ég ætla að sýna ykkur rýmin í nokkrum póstum, þetta eru því póstar sem eru með Rúmfatalagersvörum, en eru ekki kostaðir af Rúmfó, heldur sýna bara vinnuna sem ég er búin að vinna fyrir þá!
…borðin eru sem fyrr sagði speglaborða DIY-ið sem ég gerði hérna – smella…
…og þessi gordjöss vasi, er í raun lukt – sjá hér: Graunmeis.
Greinarnar eru ekta eucalyptusgreinar – fást í flestum blómaverslunum…
…við borðstofuborðið blandaði ég tveimur stólum, en það er alltaf skemmtileg leið til þess að geta mixað hlunum aðeins upp.
Klarup skeljastóll – smella hér…
Blokhus skeljastóll m/viðarfótum – smella hér…
…borðið heitir síðan Gadeskov – smella hér, og eins og alltaf – þá elska ég að nota bekki og þessi hér heitir Virum – smella hér…
…það var svo geggjað að skella flauelisgræna hægindastólnum þarna með, hann gefur svo fallegan grænan tón. Sem ég speglaði síðan í púðum í sófanum og plöntum og öðrum fylgihlutum.
Asserbro ruggustóll í grænu – smella hér…
Haarby – marmaraborð – smella hér…
…ég fann því miður ekki eikar stofuborðið inni á síðunni hjá Rúmfó, en það var alveg ferlega töff. Sérlega skotin í löppunum á því. Eins er gaman að sjá hvað það þarf í raun lítið yfir sófann til þess að gera mikið fyrir allt rýmið…
…eins var gaman að nota bara snaga og setja blómapottana þar á. Þannig varð þetta að mikið meiri uppstillingu.
Gamby veggsnagar – smella hér…
Vilhem – veggpottar – smella hér…
…fyrir ofan hillunni setti ég síðan þrjá gólfspegla í röð, tókum af þeim standfestinguna og skelltum í staðinn upphengi.
Toftlund standspegill – smella hér…
…Solopang stiginn er síðan snilld – smella hér…
…séð yfir stofuna…
…hér sjást einmitt borðin með speglunum…
…og hér án þeirra…
…spegill notaður sem bakki og tvær luktir verða að vösum…
…ofan á Ry-glerskápinum er síðan samansafn af vösum og eitt og annað smálegt…
…gullbakki með geggjuðu Lauke bollunum og skálunum – smella hér…
…Gard vegghillurnar eru tvær í pakka – og algjör snilld – smella hér…
…skemmtilegt að með réttri lýsingu þá verða þær að hálfgerðu listaverki….
…það hafa næstum allir pláss fyrir svona grunnar hillur, við hliðina á sófa eða á bakvið sófann, og þessar eru æðislegar svona þrjár saman.
Virum console borð – smella hér…
…geymsluöskjur, t.d. snilld fyrir fjarstýringarnar…
…gerviblóm í glerkúplum eru æði…
…Sveinung veggkertastjakar – smella hér…
…kertastjakar, tveir saman í setti – smella hér…
…séð yfir á útisvæðið, sem ég á svo eftir að deila með ykkur! En þangað til, góða helgi elskurnar og njótið þess að vera til ♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!
Hvaðan eru speglarnir fyrir ofan console borðin? 😍