…prufum eitthvað nýtt!
Ég á enn eftir að sýna ykkur meira af sýningunni, en ég notaði þar “speglaborðin” sem ég bjó til fyrir Rúmfó, eiginlega svona Rúmfó-hack (sjá hér – smella).
Ég var ótrúlega hrifin af þeim þegar ég setti þau saman fyrst í febrúar, og núna, þá ákvað ég bara að taka þau með heim og prufa hvernig þau kæmu út. Ég gerði nefnilega þá uppgvötun að við erum búin að vera með sama sófaborðið síðan að við byrjuðum að búa 1999. Svo er verið að segja að ég sé alltaf að breyta 🙂
…í stuttu máli, þá elska ég þau! Elska að vera með léttari borð þarna inni, að vera með minni borð og geta leikið mér meira með þetta allt saman.
Með borðunum setti ég síðan skemilinn sem ég er búin að eiga í nokkur ár, en hann kemur líka frá Rúmfó. En silfurbakkinn sem á honum stendur er frá Pier, keyptur fyrir nokkrum árum…
…það er líka gaman að horfa á þetta borð, einmitt eins og það er þarna – því þetta er nákvæmlega það sem mér finnst svo fallegt, allt í bland…
Vasinn er í raun lukt frá Rúmfó og kostar bara um 2000kr.
Stjakarnir eru Stoff og fást í hönnunarbúðunum – design.
Tréfóturinn er vintage og keyptur á Antíkmarkaðinum á Akranesi.
…speglunin er líka að gera góða hluti, gaman að sjá málverkið hans pabba speglast þarna í…
Allt í bland, hvert úr sinni átt og að mínu mati, virkar allt saman.
…ég er líka ferlega skotin í nýju mottunni sem ég setti inn – ljós, létt og fullkomin inn í sumarið…
…ég sá hins vegar fljótt að þetta fyrirkomulag gengi ekki alveg upp. Krakkarnir hjá okkur borða oft inni í stofu, sérstaklega á kózýkvöldum, og við verðum að vera með borð sem hægt er að sitja við. Þannig að ég er með smá hugmynd sem ég ætla að hrinda í framkvæmd…
…litli maðurinn, sem er farin að þrá sumarfríið, kláar heimavinnuna sína…
Listi hvað er hvaðan:
- Speglar – Marstal
- Hliðarborð 2 í setti – Ringe
- Skemill – Vadsted
- Motta – Vassgro
- Lukt – Granmeis
- Greinarnar eru ekta Eucalyptusgreinar
- Stoff – kertastjakar
- Gæra – Taks
- Ísbjörn B&G – pantaður af Ebay
…þessi svipur sko, þetta er svona – af hverju er alltaf þetta vesen á þér kona-svipurinn…
…svo kemur bara svona nett dæææææs, og farið að spá í eitthvað annað!
Vona að þið eigið yndislegan sunnudag – njótið þess að vera í góðu veðri og notalegheitum ♥
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!
Algjörlega æðislegt 🙂