…stofan í litlu íbúðinni er næst. Þessi helmingur básins var alveg ótrúlega skemmtilegur, gaman að sjá hvað er hægt er að gera mikið í litlu rými og fólk átti auðvelt með að yfirfæra þetta yfir á eigin rými.
Ég ætla að sýna ykkur rýmin í nokkrum póstum, þetta eru því póstar sem eru með Rúmfatalagersvörum, en eru ekki kostaðir af Rúmfó, heldur sýna bara vinnuna sem ég er búin að vinna fyrir þá!
- Sallerup viðar spegill
- Aleksander gullspegill
- Bleikur hægindastóll – Petersborg
- Hvítur glerskápur – Ilbjerg
- Junget sófi – 3ja sæta
- Gullvasi – Heimer
- Mynd
- Gullborð minna – Ommestrup
- Gullborð stærra – Ommestrup
- Motta – Vassgro 160×230
- Bleikir sprittkertastjakar
- Blómapúði
- Velúrhringpúði
- Stór 70cm hringpúði
- Stóll Lystrup
- Borð Ringsted
- Mynd
…litla sæta stofan…
…lítil myndagrúbba á vegg…
…og á móti – speglagrúppa. Verið óhrædd að nota spegla og leika ykkur með þá…
…eins og sést hér, þá er efri blómaspegillinn á lengri nagla, en gott væri að setja eitthvað á bakvið ef þetta ætti að hanga svona að staðaldri…
…stór glerskápur sem getur tekið við næstum endalaust…
…grúbba á vegg og grúbba á borði…
…mér finnst sófinn alveg hreint yndislegur…
…og borðin eru svo falleg með, fínleg með gullfótum og kanti, og marmaraplötu ofan á…
…mottan gerir líka mikið, og að vanda – þá elska ég að vera með gólfpullur…
…grúbba í borðum…
…dásamlegir púðar í fallegum sófa…
…með því að nota batterýskerti, þá er sniðugt að gera vasa að kertastjökum…
…fallegir blómavasar og kertaljós…
…Dásamlegir kertastjakar sem koma í þremur litum…
…þessi motta finnst mér æðisleg, ég var einmitt búin að fá mér svona heim til okkar…
…þetta er nú bara ansi kózý sko!
…dásamlegt að vera með hægindastólin í svona fallegum fölbleikum lit á móti öllu hinu bleika…
…og skemillinn sem fylgir með er æðislegur og sniðugt að blanda honum bara með borðunum…
…vona að þið hafið haft gaman að!
Svo vil ég endilega minna á að ég verð í nýju verslun Slippfélagsins í Fellsmúla 24, við Grensársveg, með litaráðgjöf á milli 12-14. Hlakka til að sjá ykkur ♥
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!