Loksins nýtt…

…ég er búin að ganga með þann draum í þónokkurn tíma að skipta út borðstofuljósinu okkar. Ekki það að ég var enn mjög skotin í okkar, og hafði mjög gaman af því að skreyta það og breyta, en mig langaði bara að breyta til. Hreinlega!

Við vorum búin að vera með okkar ljós í þessi 10 ár sem við höfum búið hérna, og því fannst mér alveg kominn tími á eitthvað annað!

…áður en lengra er haldið, þá langaði mig að sýna ykkur hvernig ég gekk frá steinunum af gamla ljósinu, en ég notaði bara pappírsrör og vafði hverjum og einum utan um eitt rör…

…en ég var með ljós í huga, ákveðnar hreinar línur og ákvað því að láta slag standa. Því að það er nú bara þannig, að þetta er bara ljós. Þegar við tókum niður ljósið okkar, þá stóðu eftir þrjú göt í loftaklæðningunni. Við vildum reyna að forðast það eftir fremsta megni að bora/setja fleiri göt í loftið. Þá þurfti að leysa það mál!
Við ákváðum því að nota spýtu, og gera hana rustic og í raun bara hluta af nýja ljósinu. Þá væri hægt að festa ljósið á spýtuna, en notast við götin sem voru fyrir til þess að festa spýtuna sjálfa. Þá þurfti ekkert að bora meira…

…Molinn á ekki orð yfir þessu veseni á þessu liði sem hann býr með…

…ég vildi gera spýtuna meira rustic og við ákváðum að setja svona grófar skrúfur á hornin…

…það voru síðan bara boruð göt fyrir festingarnar, spýtan fest og ljósið svo á…

….ég vildi líka ná smá skuggalínu hjá loftinu og því setti ég bara filttappa á milli lofts og spýtu…

…dæææææs…

…elskulegur eiginmaðurinn að aðstoða sína…

…borað gat í gegnum spýtuna og snúran dregin þar í gegn…

…aðstoðarhundurinn tilbúinn…

…og svo ljósið fest upp…

…og la voila, hér á að vísu eftir að stytta í keðjunni…

…en ljósið finnst mér æðislegt…

…en það heitir Firenze frá Byko – smella hér

…og vitið þið hvað!

Ég get ekki beðið eftir að skreyta það um jólin 🙂

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

1 comment for “Loksins nýtt…

  1. Margrét Helga
    16.05.2019 at 12:30

    Gordjöss!!! 🙂 Hlakka til í nóvember að sjá ljósajólaskreytinguna 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *