Hringspeglar…

…ég rak augun í það að ég er sennilegast komin með hálfgert hringspeglablæti hérna heima, alveg óvart!

…og hér sést meira segja hringspegill speglast í öðrum spegli, skemmtilegt 🙂

…þessi í eldhúsinu er frá Rúmfó og hann er festur á upphengið mitt frá BarrLiving…

…en ég er ótrúlega hrifin af því að skreyta svona með speglum og endurkasta þannig ljósi og birtu um heimilið…

…þó reyndar stundum sér bara birtan um að koma sér þangað sem hún vill fara…

…spegill í spegli…

…við sjáum líka út á bílaplanið með þessum, sem er mjög þægilegt líka…

…svo er sniðugt að vera með svona tvo stóra hluti á vegginn, eins og klukkuna og spegilinn, þá er hægt að leika sér að svissa þessu á milli staða…

…auðveld leið til þess að breyta um útlit…

…en þetta er svo dásamleg leið til þess að fá birtuna innar í húsið.

Stór spegill – Esja Dekor
Spegill í eldhúsi – Rúmfó

Klukka – Rúmfó, uppseld
Litur á veggjum – Draumgrár frá Slippfélaginu

…svo er ég auðvitað með tvo spegla á borðunum í stofunni – sjá hér:
Speglaborð – DIY

…svo er bara komin helgi, aftur – og dásamleg veðurspá!
Vona að þið eigið yndislega, langa helgi í vændum – og njótið þess að gera eitthvað skemmtilegt ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *