Vorverkin…

…þetta er svo mikið að gerast, bara allt í einu. Sjáið þið þetta græna? Vá hvað ég er spennt! Gras, lauf og bíddu nú, hvað er þetta þarna – já blár himinn. Súper næs. Veðrið búið að vera dásemd, og þá er bara eitt í boði – að vinda sér í vorverkin, eins og þau leggja sig…

…fyrsta vers hjá okkur í ár, fyrir utan smá runnaklippingar, var að verka pallinn eftir veturinn. Eins og sést vel á þessari mynd, þá var hann blettóttur og þreyttur, komin með smá græna skelli og þurfti bara almennt á smá ást að halda. Fyrir þá sem óvissir eru, þá er þetta myndin eftir hreinsun sem þið sjáið hægra megin, en fyrir hreinsun vinstra megin. Munurinn er bara sláandi…

Þessi póstur er unninn í samstarfi við Slippfélagið!

…við notuðum ViðarGrámahreinsinn frá Slippfélaginu í verkið, en hann er snilld sem við höfum verið að nota til margra ára. Reyndar ekki í pallinn okkar, þar sem hann er bara tveggja ára, en til þess að þrífa útihúsgögn fyrir málningu og einnig á pall sem er hjá tengdaforeldrunum.

Viðar grámahreinsir frískar upp viðarfleti, fjarlægir viðargráma og sveppagróður. – smella hér til þess að skoða:

…eiginmaðurinn minn, ofurduglegi og yndislegi, þreif sprautaði fyrst yfir allann pallinn og kústaði það sem þurfti í burtu. Síðan setti hann grámahreinsinn í brúsa og spreyjaði honum yfir allt saman, og lét hann liggja á í ca 20 mín. Svo var spreyjað yfir með vatni og allt kústað í burtu.

…hér sést sem sé umrædd úðun…

…pallurinn eftir þrif og enn blautur…

…og svo þegar farið er að þorna…

…daginn eftir þegar ég kom heim eftir vinnu, þá var þessi elska búinn að bera á hálfann pallinn – en áður en borið er á, þá er snilld að rakamæla viðinn. Sjá þessa fegurð…

…gott að fjárfesta í góðum stórum pensli, og svo vera með skaft á, auðveldar vinnuna til muna…

…eins og áður, þá erum við að nota Viðar hálfþekjandi pallaolíuna á dekkið hjá okkur. Í litinum mínum sem er Smágrár, því hann er eins og sést, bara smágrár á litinn…

…heppin að eiga þennan ♥

…þó að liturinn sé hálfþekjandi, þá er mælt með að blanda hann aðeins þynnra þegar þið gerið þetta ár eftir ár, þannig að þú haldir nokkurn vegin sama litinum, en sért ekki alltaf að bæta meiri og meiri lit á.

…pallurinn okkar er sem fyrr sagði, aðeins tveggja ára gamall og því er þetta eini liturinn sem hefur verið settur á hann.


Litur á dekki: Smágrár pallaolía
Litur á veggjum: Húmgrár hálfþekjandi

Meira um pallinn hjá Skreytum hús hér: http://bit.ly/skreytumhus
Allt frá Slippfélaginu.

…vá hvað það er nú gott þegar að svona grunnverkum lýkur. Þá er bara að njóta þess að raða inn á pallinn á nýjan leik, og svo – vonandi – að njóta þess að vera þarna í sumar, þegar að allir sólardagarnir sem við fórum á mis við í fyrra, mæta á skerið…

….knús í daginn ykkar! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

3 comments for “Vorverkin…

  1. Þorunn Berndsen
    02.05.2022 at 23:31

    Sæl , hvaða við ert þu með ? Ert með Lerki ?
    Kv þórunn

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.05.2022 at 10:46

      Sæl – þetta er fura 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *