…daginn fyrir páskadag þá fékk ég mér túlípanabúnt í Fjarðarkaupum…
…mér fannst þeir bara svo fallegir að ég stóðst ekki málið…
…og þrátt fyrir alla mína vasa, þá finnst mér fátt eitt fallegra en að vera með blómvönd í könnu…
…en svo eins og gengur og gerist þá færðust dagarnir yfir, og túlípanarnir misstu ferskleika sinn – og það sem meira og merkilegra er, gjörsamlega breyttu um lit…
…ég tók þá því og lækkaði þá um næstum helming, og tók flest blöðin af stilkunum…
…myndaði reyndar fyrst, því mér fannst sérlega fallegur nýji liturinn…
…alveg mögnuð fegurð enn, og því ekki annað hægt en að halda áfram að njóta þeirra…
…önnur kanna, töluvert lægri – tók því við lægri vendi…
…lægri vöndur, en engu síðri…
…magnaður þessi litamunur…
…ágætis áminning á að henda ekki hlutunum um leið og það fer að sjá á þeim, frekar að hlúa aðeins að og búa þeim betra hlutskipti sem hentar fegurð þeirra á þessum tímapunkti!
Vona að þið eigið yndislegan sunnudag ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!